Fjórir nemendur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Að þessu sinni komust 4 nemendur Varmahlíðarskóla áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. 

Dómnefnd NKG valdi 25 hugmyndir sem komust í svokallaða vinnusmiðju og keppa til úrslita.  Hugmyndirnar 25 voru valdar úr hópi 1100 umsókna sem bárust í NKG árið 2017. Þær Lilja Diljá Ómarsdóttir og Þóra Emilía Ólafsdóttir úr 6. bekk fóru áfram með hugmyndina “Barnabjargari”. Og þeir Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson úr 7. bekk komust áfram með tvær hugmyndir, þ.e. “Lyklaklemmu” og “Einfalda markatöng”. Vinnusmiðjan hófst i gær og verða úrslit gjörð kunn i lokahófi á laugardag.

Þess má geta, að þau Lilja Diljá, Indriði Ægir og Óskar Aron komust öll áfram í nýsköpunarkeppninni í fyrra. Þá voru þeir Óskar og Indriði einnig með tvær hugmyndir og skilaði önnur þeirra “Markaappið” þeim 3. sæti í sínum aldurshópi. Óskar er reyndar svo ljónheppinn að vera að taka þátt í þessari keppni 3. árið í röð.