Haustfundir um skólastarf Varmahlíðarskóla

Dagskráin er talsvert helguð áherslum okkar á lestur og læsi en á síðasta skólaári var unnin lestrarstefna í skólum Skagafjarðar. Sara Valdimarsdóttir deildarstjóri stoðþjónustu kynnir okkur lestrarstefnuna. Selma Barðdal skólaráðgjafi kynnir stoðþjónustu sveitarfélagsins og við ætlum einnig að kynna Helgu Rós Sigfúsdóttur námsráðgjafa Varmahlíðarskóla. Að þessu loknu verður hópnum tvískipt þar sem foreldrar 1.-3. bekkjar fá kynningu á byrjendalæsi og foreldrar 4.-10. bekkjar fá kynningu frá frístundasviði á frístundastrætó og félagsmálum. Að þessu loknu fara umsjónarkennarar yfir áherslur skólastarfsins í vetur í bekkjarstofum sinna hópa.

Við óskum eftir mætingu frá öllum heimilum og hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnendur, umsjónarkennarar og starfsfólk Varmahlíðarskóla,