Heimsókn í Silfrastaðaskóg

Í gær fóru nemendur 7. bekkjar og nokkrir starfsmenn í vettvangsferð til Silfrastaða. Þar tóku Johan og Hrefna á móti þeim og kynntu þau starfsemi sína. Þau hjónin eru skógræktarbændur og eru meðal annars að búa til girðingarstaura, eldivið, viðarplanka og jólatré. Var mjög fræðandi að læra um timburvinnsluna og hvað hægt er að vinna fjölbreytt úr trjám. Að lokum voru gestirnir leystir út með timbri og verður gaman að vinna úr efni úr heimabyggð. Johan og Hrefna eiga kærar þakki skyldar fyrir frábærar móttökur.