Jódís Helga í öðru sæti í stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar hefur verið haldin árlega í 20 ár. Úrslitakeppnin fór fram í gær, þriðjudaginn 25. apríl. Stærðfræðikennarar framhaldsskólanna sjá samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir um fyrirlögn í undankeppni. Undankeppni fór fram í mars og komust 15 nemendur áfram í úrslitakeppnina. Einn nemandi Varmahlíðarskóla keppti í úrslitum, hún Jódís Helga Káradóttir sem náði öðru sæti. Allir þátttakendur fengu viðurkenningar og gjafir fyrir þátttökuna og voru verðlaun vegleg að vanda. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með árangurinn.