Námsferð 9.-10. bekkja á Íslandsmót iðn- og verkgreina

Áhuginn var mikill meðal nemenda en þeir fengu einnig tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir hansleiðslu fagmanna í ýmsum greinum. Keppnin er haldin að fyrirmynd WorldSkills keppninnar. Tilgangurinn er að vekja áhuga grunnskólanema á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna þeim handbrögð og tækni sinnar greinar. Framhaldsskólar kynna einnig sitt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.

Fjölmiðlar fylgjast með viðburðinum af miklum áhuga og voru okkar nemendur í viðtölum á miðlum ljósvakanna sem sjá má á vef morgunblaðsins og RÚV. Ungir og efnilegir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér.