Samráðsfundir

Einnig er möguleiki í Mentor að panta viðtalstíma hjá Söru Regínu deildarstjóra stoðþjónustu, Helgu Rós námsráðgjafa og sérgreinakennurum eins og því er við komið. Forsjáraðilum er bent á að skoða skráningu í tíma og hafa samband við skólann ef einhverjir örðugleikar koma upp. Vanti aðgangsorð að Mentor má hafa samband við Möggu ritara í síma 455 6020 eða í tölvupósti á netfangið ritari@varmahlidarskoli.is

Helstu mál til umræðu á samráðsfundi:
Námsframvinda nemenda, félagsleg samskipti, líðan, hegðan og ástundun.

Forsjáraðilar eru hvattir til að undirbúa viðtalið með því að fara inn á Mentor barna sinna og skoða vel námsmat fyrir einstök hæfniviðmið í námsgreinum. Þannig nýtist viðtalstíminn best. Gert er ráð fyrir að hver samráðsfundur sé 15 mínútur, en sé óskað eftir lengri tíma er hægt í samráði við umsjónarkennara að bóka tvöfaldan tíma.