Varmahlíðarskóli vann Skólahreysti

Í dag fór fram keppni í skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Varmahlíðarskóli vann Norðurlandsriðilinn, annað árið í röð! Þar með er aftur búið að tryggja skólanum þátttökurétt í lokakeppni skólahreystis sem fram fer í Reykjavík, 2. maí næstkomandi. Glæsilegur árangur okkar nemenda. Áfram Varmahlíðarskóli!!!
 
Fulltrúar skólans í keppninni voru að þessu sinni öll nemendur í 10. bekk: Guðmundur Smári Guðmundsson, Davíð Einarsson, Stefanía Sigfúsdóttir og Guðný Rúna Vésteinsdóttir. Varamenn voru Daniel Francisco Ferreira og Freydís Þóra Bergsdóttir. Undirbúningur og þjálfun hefur verið í traustum höndum Sigurlínu H. Einarsdóttur íþróttakennara. Myndir verða birtar þegar þær koma í hús.
 

Í Norðurlandsriðlinum voru 10 skólar mættir til keppni úr Húnaþingi, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Mikil gleði var í hópi áhorfenda og voru hvatningarhrópin afgerandi frá hverjum skóla fyrir sig. Nemendur í 8.-10. bekk Varmahlíðarskóla hvöttu ötullega sitt fólk en stemningin í höllinni var góð. Í öðru sæti var Grunnskólinn austan Vatna en það er annað árið í röð sem skólarnir tveir verma efstu tvö sætin. Úrslitin má sjá hér á heimasíðu Skólahreystis. Nokkur góð augnablik frá deginum í dag má sjá á  fésbókarsíðu skólahreystis sem og myndasíðu skólans.