Skólinn

Saga skólans

SkólahúsEins og nafniđ gefur til kynna er skólinn í Varmahlíđ í Skagafirđi. Í Varmahlíđ búa um 130 manns og er ţorpiđ ţjónustukjarni fyrir sveitirnar í kring.

Skólinn sem slíkur var stofnađur áriđ 1973. Ţá gerđu tíu sveitarfélög í Skagafirđi međ sér samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur heimavistarskóla í Varmahlíđ.

Ţetta voru allir dreifbýlishrepparnir í Skagafirđi ađ Lýtingsstađa-, Rípur- og Skefilsstađahreppi undanskildum. Áriđ 1974 tók skólinn til starfa í samrćmi viđ grunnskólalögin sem ţá voru í gildi. Hann starfar samkvćmt gildandi grunnskólalögum hverju sinni og hefur tekiđ breytingum samfara breytingum á ţeim.

Skólahald í Varmahlíđ á sér ţó lengri sögu. Ţegar uppbygging hérađsskólanna út um allt land stóđ sem hćst, fengu Skagfirđingar úthlutun úr ríkissjóđi til byggingar hérađsskóla í Varmahlíđ. Vegna óeiningar og ósamkomulags heima fyrir misstu ţeir fjárveitinguna úr greipum sér og ekkert varđ úr stofnun skólans. Barna- og unglingaskóli var starfandi í Varmahlíđ frá árinu 1967 allt ţar til Varmahlíđarskóli tók til starfa.

Barnaskólinn var fyrir Seyluhrepp og unglingaskólinn ađ auki fyrir Akra-, Skarđs- og Stađarhrepp. Skólahald fór fram í Félagsheimilinu Miđgarđi fyrstu árin. Áriđ 1975 flutti skólinn í eigiđ húsnćđi sem hefur veriđ í stöđugri uppbyggingu og mótun síđan.

Eftir sameiningu sveitarfélaga í Skagafirđi standa Sveitarfélagiđ Skagafjörđur og Akrahreppur ađ rekstri skólans.

Svćđi