Hjólaferð í Heiðarland - heilsueflandi útivist

Skóladagur kl. 8:15-14.50

Göngu- og hjólaferð í Heiðarland. Nemendum er ekið ásamt hjólum að Skeljungshöfða og þaðan er hjólað í Heiðarland. Á leiðinni verður stoppað á vel völdum stöðum, nestispása verður á sínum stað og svo grillum við pylsur á áfangastað. Eftirvæntingin er mikil og biðjum við forelda að yfirfara reiðhjól, pumpa í dekk og gæta þess að hjálmurinn kom með. Það hjóla allir með hjálm á höfðinu. Endastöð ferðarinnar er Heiðarland og aka skólabílar nemendum þaðan í lok dags. Frístundarbörnum verður ekið í skólann.

Svona ævintýraferð fylgir talsvert umstang og fyrirhöfn við að koma reiðhjólum. Skólabílstjórar hafa tekið vel í að leysa með okkur hjólaflutninga en einnig hefur verið haft samband við all marga foreldra sem ætla að aðstoða okkur starfsfólk við að aka hjólum svo ferðin geti orðið að veruleika. Þökkum við ykkur öllum fyrir góðar mótttökur og velvilja.

Það má reikna með einhverjum töfum á akstursleiðum skólabíla á mánudagsmorgun vegna reiðhjóla sem koma þarf fyrir á kerru eða í lest bílanna. Hjálpumst að og sýnum þolinmæði. Skólabílar á leiðinni Blönduhlíð-framhlíð og um Efri byggð Lýtingsstaðahrepps taka ekki reiðhjól.

Ef fella þarf hjólaferð niður vegna veðurs eða ófyrirsjánlegra aðstæðna sendum við tölvupóst og sms til foreldra (gegnum mentor) eins tímanlega og unnt er. Nemendur mæta þá í skólann samkvæmt stundaskrá.