Öskudagur - skóladagur til 13:30

Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Varmahlíðarskóla með skemmtilegri dagskrá. Vinabekkir hittast og fara saman syngjandi á milli fyrirtækja og velunnara í Varmahlíð. Það verður öskudagsskemmtun og að sjálfsögðu er kötturinn sleginn úr tunnunni.
Skóladegi lýkur kl. 13:30.
Nemendur sem og starfsfólk er hvatt til að mæta í grímubúningi á öskudag.