Samráðsdagur

Miðvikudaginn 16. febrúar er seinni samráðsdagur vetrarins í Varmahlíðarskóla. Samráðsdagur er mikilvægur vettvangur fyrir foreldra/forsjáraðila, nemanda og kennara til að ræða saman. Fjallað er um námsefni, markmið og leiðir. Líðan í skóla, hegðun og framkomu. Viðtalstími er 15 mínútur.

Boðað er til rafrænna viðtala og verður samráðsdagurinn rafrænn nema foreldrar/forsjáraðilar óski annars. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara ef þið óskið þess að mæta til viðtals í skóla.

Bókun viðtalstíma fer fram í gegnum Mentor. Hægt er að bóka viðtalstíma 9.-13. febrúar. Hafi foreldrar/forsjáraðilar ekki bókað viðtalstíma á mánudag (14. feb.) verður tíma úthlutað. Leiðbeiningar um hvernig bókun viðtals í Mentor fer fram er að finna í eftirfarandi myndbandi: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Í framhaldi af tímabókun senda umsjónarkennarar tölvupóst með rafrænu fundarboði á tímasetningu viðtalsins. Á tilsettum tíma setjast foreldri/foreldrar ásamt nemanda við tölvu/iPad/síma heima og smella á hlekkinn sem kennari sendi í tölvupósti. Sjá nánari leiðbeiningar hér.  

Hafið endilega samband við umsjónarkennara eða skólastjórnendur ef einhverjar vangaveltur eru eða fyrirstöður varðandi ofangreint fyrirkomulag.