Nemendaráðsfundur 2.febrúar 2022
Mætt: Bryndís, Hákon, Emilia, Ragnhildur, Nonni, Íris Olga, Hanna Dóra og Sara María
Aftur var rætt um borðtennisborðið, sagt var frá hugmyndinni að hafa spaða og kúlu hjá ritara skólans og hver bekkur myndu þá ná í spaðana í sínu frímínutum. Samþykkt samhljóða og ákveðið að byrja með að hafa skipulag á milli unglingastigs og miðstigs.
Rætt var um einkennisorð skólans og hvernig væri hægt að gera þau sýnilegri. Hugmyndir voru að unglingastigið myndi fá einn tíma og hver bekkur myndi fá eitt orð og vinna eitthvað með það. Að myndlistavalið myndi vinna að því og að búa til plaköt eða eitthvað skemmtilegt til að hengja upp á vegg sem er svipuð hugmynd og sú fyrsta. Ákveðið var að ræða það síðar.
Rætt var um félagsmálin, að lengja diskó um hálftíma (kl. 16-21:00), ákall frá nemendum. Nú er líka búið að lengja aftur skólatíma á fimmtudögum. Hanna Dóra mun ræða við Þorvald hjá Frístundasviði um hvort hægt sé að lengja diskó. Þetta mál verður rætt síðar.
Mætt: Bryndís, Hákon, Ragnhildur, Nonni, Ævar, Rakel, Friðrik, Íris og Hanna Dóra
Rætt var hvort ætti að birta fundargerð nemendaráðs á heimasíða skólans, samþykkt samhljóma. Íris Olgu var falið að setja hana á heimasíðuna og ritarar fullvinni hana.
Rætt var um skóla stemningu miðstigs og unglingastigs. Hugmynd kom um að hafa samstarf á milli nemendaráðs og Vinaliða, að hafa sem sagt meira félagslíf í skólanum á milli bekkja í frímínútum o.s.fl. Samþykkt samhljóma og verður rætt síðar á fundi og rætt við vinaliðana.
Rætt var um Mentor, spurt nemendu á miðstigi í nemendaráði og kom í ljós að unglingastig er miklu meira á mentor. Hugmynd lögð fram að kennarar/nemendur myndi hjálpa miðstigi að kynnast mentor.
Fyrirspurn um borðtennisborðið, hvar er það staðsett og hvort það sé möguleiki að koma því upp á unglingastig. Hanna Dóra ítrekar að nemendaráð sé með í ráðum með að skipuleggja notkun á því. Rætt verður síðar og þarf að ákvæða skipulag á notkun borðtennisborðsins. Hugmynd er að spaðarnir myndu vera hjá ritara skólans og hver bekkur myndu þá ná í spaðana í sínu frímínutum.