Fundargerðir nemendaráðs

Fundur 6.12.2023 - Farið í málin

Allir formenn 6-10. bekkjar mættir

 • Farið yfir hvað hefur gengið síðan loforð voru yfirfarin. 

  • Ekki lítur út fyrir að meiri peningur fáist í skólaferðalög en síðustu ár. 

  • Peningur fékkst í spil, þau sett í afþreyingarrýmin. 

  • Tekinn var peningur úr sjóði sem nemendur gáfu skólanum fyrir einhverjum árum síðan. Skólinn kom á móti og lagði enn meira til. Keyptur var fyrir þetta fé glænýr Soundboks af þriðju kynslóð upp á 200.000 kr. Stór sigur þar. 

  • Ekkert virðist koma í veg fyrir að sjónvarpið sé nýtt í afþreyingar rýminu.

 • Nemendaráð fór í leiðangur í afþreyingarrými og bætti þar við pull sófa og stillti upp á nýtt eins og þeim þótti best. Gert í samráði við Kolbein, húsvörð. 

 • Á föstudeginum 9. des var sjónvarpið síðan nýtt í frímínútum til að horfa á How the Grinch stole christmas. Virtist ganga vel. 

 • Næsti fundur ekki væntanlegur fyrr en eftir áramót. 

Fundur 6.11.2023 - Kosningaloforð og fundur með skólastýru

Allir formenn og varamenn 6-10. bekkjar mættir 

 • Farið yfir kosningaloforð frambjóðenda

 • Þeim hent upp á töflu og rennt í gegn hvað þykir raunhæft og hvað ekki. 

 • Kristvina, skólastýra, boðuð á fund og fer í gegnum loforð með nemendum. 

 • Loforð flokkuð eftir því hvort þau teljist gerleg eða ekki. Sjá má skiptingu efst í skjali. 

 • Kristvina athugar skíðaferðamál og hvort að meiri fé megi fá inn í skólaferðalög. 

 • Steinar athugar tæknimál í afþreyingar rýmum. 

 • Steinar athugar einnig hvort hægt sé að fá keypt fleiri spil og hátalara

Opnunarfundur þann 9.10.2023, kl 10:45 - Línurnar lagðar

Mættir eru: Formenn og varamenn allra bekkja. 

 • Ritari valinn, Bríet. 

 • Mikil spenna fyrir komandi vetri

 • Vilja fá féló sem fyrst

 

 • Ákveðið að formenn 7, 8 og 9 bekkjar ásamt öllum fulltrúum 10. bekkjar mæti á félagsmálafundi. Allavega til að byrja með. Kannski sleppum við vara fulltrúum 10. seinna meir. 

 • Á hagsmunamálafundi skulu síðan fulltrúar 6-10. bekkjar mæta, og þá aðeins formenn. 

 • Nú skal athuga hvort hægt sé að fá fyrsta félagsmálavöld vetrarins þann 12. október. 

  • Athuga þarf rútumál og hvort að hús frítímans geti skaffað starfsmann

  • Ef það liggur fyrir þarf að boða til fundar á þri.

  • Hvernig skal gera plögg?

  • Finna hugmyndir

 

Nemendaráðsfundur 2.febrúar 2022

Mætt: Bryndís, Hákon, Emilia, Ragnhildur, Nonni,  Íris Olga, Hanna Dóra og Sara María

 • Aftur var rætt um borðtennisborðið, sagt var frá hugmyndinni að hafa spaða og kúlu hjá ritara skólans og hver bekkur myndu þá ná í spaðana í sínu frímínutum. Samþykkt samhljóða og ákveðið að byrja með að hafa skipulag á milli unglingastigs og miðstigs. 

 • Rætt var um einkennisorð skólans og hvernig væri hægt að gera þau sýnilegri. Hugmyndir voru að unglingastigið myndi fá einn tíma og hver bekkur myndi fá eitt orð og vinna eitthvað með það. Að myndlistavalið myndi vinna að því og að búa til plaköt eða eitthvað skemmtilegt til að hengja upp á vegg sem er svipuð hugmynd og sú fyrsta. Ákveðið var að ræða það síðar.

 • Rætt var um félagsmálin, að lengja diskó um hálftíma (kl. 16-21:00), ákall frá nemendum. Nú er líka búið að lengja aftur skólatíma á fimmtudögum. Hanna Dóra mun ræða við Þorvald hjá Frístundasviði um hvort hægt sé að lengja diskó. Þetta mál verður rætt síðar.

 

Nemendaráðsfundur 26.janúar 2022

Mætt: Bryndís, Hákon, Ragnhildur, Nonni, Ævar, Rakel, Friðrik, Íris og Hanna Dóra

 • Rætt var hvort ætti að birta fundargerð nemendaráðs á heimasíða skólans, samþykkt samhljóma. Íris Olgu var falið að setja hana á heimasíðuna og ritarar fullvinni hana.

 • Rætt var um skóla stemningu miðstigs og unglingastigs. Hugmynd kom um að hafa samstarf á milli nemendaráðs og Vinaliða, að hafa sem sagt meira félagslíf í skólanum á milli bekkja í frímínútum o.s.fl. Samþykkt samhljóma og verður rætt síðar á fundi og rætt við vinaliðana.

 • Rætt var um Mentor, spurt nemendu á miðstigi í nemendaráði og kom í ljós að unglingastig er miklu meira á mentor. Hugmynd lögð fram að kennarar/nemendur myndi hjálpa miðstigi að kynnast mentor. 

 • Fyrirspurn um borðtennisborðið, hvar er það staðsett og hvort það sé möguleiki að koma því upp á unglingastig. Hanna Dóra ítrekar að nemendaráð sé með í ráðum með að skipuleggja notkun á því. Rætt verður síðar og þarf að ákvæða skipulag á notkun borðtennisborðsins. Hugmynd er að spaðarnir myndu vera hjá ritara skólans og hver bekkur myndu þá ná í spaðana í sínu frímínutum.