Gagnlegar heimasíður

www.nams.is  Námsgagnastofnun ríkisins býður mikið magn námsefnis sem hljóðefni og er öllum frjálst að hlaða því niður.  Námsbókunum er hægt að hlaða niður á tölvur, Mp3-spilara og spjaldtölvur/síma og hlusta á þær hvenær sem er.  Þá eru á vefnum mörg skemmtileg og gagnleg námsforrit og námsleikir undir Krakkasíður eða undir viðkomandi námsgreinum. Sjón er sögu ríkari!

www.skolavefurinn.is   Gagnlegur og metnaðarfullur vefur fyrir nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla.  Varmahlíðarskóli er áskrifandi og hafa nemendur skólans aðgang af vefnum á skólatíma.  Einnig er hægt að fá einstaklingsáskrift fyrir heimili.

www.bbi.is  Heimasíða Blindrabókasafnsins sem heitir frá síðustu áramótum Hljóðbókasafn Íslands.  Safnið þjónaði áður blindum og sjónskertum en þjónar nú einnig þeim sem glíma við dyslexiu og aðra lestrarörðugleika.  Lánþegar hafa aðgang að geysistóru safni hljóðbóka auk þess sem safnið þjónar nemendum á framhaldsskólastigi með námsefni. Það er dýrmætt nemendum með lestrarörðugleika að geta hlustað á/lesið allar þær bækur sem félagar þeirra eru að lesa.  Þannig er hægt að fylgjast með í umræðunni auk þess sem bækur veita aukinn orðaforða og málskilning.

http://lesvefurinn.khi.is  Fróðlegur vefur um læsi og lestrarerfiðleika sem var unninn fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

http://lesblind.is er vefur með kynningu á lesblinduleiðréttingu samkvæmt aðferðum Ron Davis (Náðargáfan lesblinda).