Skólastefna Skagafjarðar

Skólastefnan var samþykkt á fundi Fræðslunefndar 20. júní 2008 og á Sveitarstjórnarfundi 24. júní 2008.


 
Skólastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Hlutverk

Hlutverk skóla í Skagafirði er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í samvinnu við heimilin. Skólar í Skagafirði skulu hafa lýðræði, umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi í öllum sínum störfum.

Skólar í Skagafirði eiga að stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Skólastarf skal einkennast af gagnkvæmri virðingu og vellíðan allra.

Skólar í Skagafirði eiga að veita nemendum jafngild tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni. Skólastarf skal leggja grundvöll að sjálfstæðri, skapandihugsun og samstarfshæfni nemenda.

Framtíðarsýn

Skólar í Skagafirði verði framsækin og metnaðargjörn skólasamfélög. Þeir bjóði upp á kjörumhverfi til náms í góðu samstarfi við heimilin og grenndarsamfélagið, þar sem nemendur öðlist þroska og menntun við hæfi.

Nemendur séu vel undir framtíðina búnir, með góðan bóklegan, verklegan og félagslegan grunn. Skólagangan sé heildstæð og skólastig og -gerðir tengist saman með þarfir nemenda að leiðarljósi.

Nemendur hafi ánægju af námi, beri virðingu hver fyrir öðrum og séu öruggir í heilbrigðu og hvetjandi skólaumhverfi.

Skólar í Skagafirði hafi yfir að ráða hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki og hvetjandi starfsumhverfi. Skagfirðingar séu stoltir af skólum sínum

Nám og kennsla (A) 

Skagfirskir skólar

 A1-      hafi vellíðan nemenda og hamingju að leiðarljósi

 Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að stuðla að heilbrigði skólabarna, jafnt andlegu, félagslegu sem líkamlegu með því að:
    • vinna eftir heildstæðri lífsleikniáætlun sem allir taka þátt í
    • gefa nemendum og starfsfólki kost á hollri máltíð á starfstíma skólans
    • fylgja leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar
    • hafa markvissa stefnu þar sem almenn hreyfing og útivist er hluti námskrá 

 

  • að nemendur finni fyrir öryggi í skólanum með því að:
    • vinna markvisst að vellíðan nemenda
    • eineltisáætlun sé fylgt
    • vináttutengsl innan hópa og milli aldursstiga séu ræktuð með skipulegum hætti
    • forvarnarstefna sé mótuð og henni fylgt eftir
    • áfallaáætlun sé mótuð og henni fylgt eftir

 

A2 -      bjóði upp á góða menntun við hæfi sérhvers nemanda

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að stuðla að fjölbreytni í náms- og kennsluháttum sem leiði til árangurs með því að:
    • beina sjónum að námi hvers nemanda og haga kennslu í samræmi við það
    • skapa svigrúm til þess  að nemendur geti stundað nám á eigin hraða
    • stuðla að samstarfi við framhaldsskóla um nám í einstökum áföngum
    • stuðla að samstarfi skóla um námslega og félagslega þætti
    • bjóða upp á fjölbreyttar valgreinar sem tengja nám, atvinnulíf og samfélag
    • leggja áherslu á samvinnu, þemanám, fjölbreytt vinnubrögð, sköpun og frumkvæði
    • þróa sveigjanlega kennsluhætti og fjölbreytt námsmat
    • kenna námstækni og þjálfa nemendur í að beita henni

 

o   að börn og unglingar starfi án aðgreiningar með því að:

§  í skólunum sé þekking til að sinna öllum nemendum

§  jafnréttisstefna /-áætlun sé til í skólunum

§  starfsfólk skólanna tileinki sér fjölmenningarlegt viðhorf

§  nemendaverndarráð starfi við hvern skóla

 

o   að nemendur fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga með því að:

  • einstaklingsnámskrá sé lögð til grundvallar námi og kennslu nemenda með skilgreind frávik
  • viðfangsefni séu þróuð til að koma til móts við bráðgera nemendur
  • námsframboð sé þróað í átt að verkefnum sem taki mið af áhugasviði og stöðu einstaklinga
  • starfsfólk hvetji nemendur og sé vakandi yfir þörfum þeirra
  • að nota fjölbreyttar leiðir við námsmat, sem nýtist markvisst til leiðsagnar, með því að:
    •  
    • námsmarkmið séu nemendum og foreldrum ljós
    • kennarar nýti leiðsagnarmat
    • kennarar þekki leiðir til að meta stöðu og þroska nemenda
    • greinandi próf og mat á námsstöðu séu nýtt með markvissum hætti
  • A3 -      leggi áherslu á ástundun, námsárangur og vitneskju allra um eigin ábyrgð      og skyldur

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að auka færni nemenda í ákvarðanatöku og, sjálfstæðri og skapandi hugsun með því að:
    •  
    • nemendur setji sér markmið og árangursviðmið
    • ýta undir sjálfstæði nemenda og efla skapandi hugsun
    • nemendur meti eigin árangur
    • nemendur starfi samkvæmt einstaklingsáætlun sem þeir geri í samstarfi við kennara og foreldra
  • að árangur og vinnubrögð í námi og starfi, verði metin og endurskoðuð reglulega með því að:
    •  
    • þeir móti sér stefnu um árangur þar sem lögð sé áhersla á að námsframvinda hvers nemanda sé í samræmi við getu hans og þroska
    • vinna nemenda sé metin reglulega
  • að leggja áherslu á að rækta með nemendum sjálfstæð vinnubrögð og félagslega færni með því að:
    •  
    • samskipta- og umgengnisreglur séu skýrar
    • nemendur beri ábyrgð á náminu og taki virkan þátt í mótun skólastarfs
    • skilningur sé á ólíkum þroska og námsleiðum barna
  • A4 –      leggi rækt við sérstöðu skólaumhverfis síns, náttúrufar, sögu og menningu      heimabyggðar

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að nemendur verði fróðir um náttúrufar, sögu og menningu Skagafjarðar með því að:
    •  
    • grenndarkennsla sé tengd við almennt nám
    • leiða sé leitað til að nám fari að hluta til fram utan skólans
    • möguleikar samfélagsins, svo sem menningar-, lista- og vísindastofnanir, séu nýttar til náms
  • að sinna umhverfismálum á fjölbreyttan hátt með því að:
    •  
    • móta sér umhverfisstefnu
    • taka þátt í Grænfánaverkefni

Starfsumhverfi (B)

Skagfirskir skólar

  • B1 -      bjóði nemendum samfelldan vinnudag sem skiptist í frjálsan leik, bóklegt      nám, verklega þjálfun, iðkun lista og tómstundastarf

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að samfella verði í starfsemi skóla, skólastiga, skólagerða og æskulýðsfélaga með því að:
    •  
    • samráð verði haft um skipulag skólastarfs og frístundastarfs
    • séð verði um samgöngur frá skóla til frístundastarfs
    • yngri nemendur eigi kost á heilsdagsvistun alla virka daga
  • að efla samvinnu og tengingu skóla við íþrótta- og æskulýðsfélög, menningarstofnanir og atvinnulíf með því að:
    •  
    • nýta skólahúsnæði til frístundastarfsemi nemenda
    • bjóða listastofnunum, menningar- íþrótta- og æskulýðsfélögum að kynna starfsemi sína í skólunum
    • skapa nemendum og eldri borgurum tækifæri til samstarfs
  • B2 -      leggi áherslu á að þar starfi áhugasamt, vel menntað starfsfólk sem hefi      velferð nemenda að leiðarljósi

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að hækka hlutfall fagmenntaðra starfsmanna með því að:
    •  
    • styðja og hvetja starfsmenn til menntunar
    • styðja markvisst við nýliða í starfi með leiðsögn og handleiðslu
  • að stuðla að starfsþróun og efla fagmennsku með því að:
    •  
    • hafa starfsmannaviðtöl reglulega
    • skipuleggja öfluga endurmenntun starfsmanna
    • skólar sveitarfélagsins hafi samráð um endurmenntun starfsmanna
    • efla frumkvæði starfsmanna og hvetja til nýbreytni 
  • að starfsmenn taki þátt í mótun starfs og stefnu skólanna með því að:
    •  
    • taka þátt í endurskoðun skólanámskrár
    • taka þátt í sjálfsmati skólanna
    • gera áætlanir um þá þætti sem þarf að efla
  • B3 –      séu eins vel búnir og öruggir og best verður á kosið, svo skólastarfið og      staðblærinn geti blómstrað og nemendum og starfsfólki líði vel

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að stuðla að ánægju, öryggi og vellíðan starfsmanna í starfi með því að:
    •  
    • móta starfsmannastefnu hvers skóla í samræmi við starfsmannastefnu sveitarfélagsins
    • skipurit sé til fyrir starfsemina
    • starfslýsingar séu til fyrir alla starfsmenn skólanna
    • styðja og hvetja starfsmenn til líkamsræktar
    • skapa sem bestan starfsanda 
  • að starfsmenn og nemendur hafi góða vinnuaðstöðu með því að:
    •  
    • skólarnir séu búnir góðum kennslutækjum og áhöldum og tryggð sé eðlileg endurnýjun þeirra
    • skólarnir séu gerðir hlýlegir og vistlegir
  • að tryggja að húsnæði, leiksvæði og tæki séu við hæfi nemenda og starfsfólks með því að:
    •  
    • gera aðkomu að skólunum örugga
    • afmarka leiksvæði vel frá umferð ökutækja
    • hanna húsnæði og útileiksvæði með þarfir og aðgengi nemenda og starfsmanna í huga
    • forgangsraða viðhaldsverkefnum til lengri tíma
    • uppfylla kröfur um öryggi húsnæðis og leiksvæða
  • að stuðla að þvi að starfsmenn og nemendur starfi í öruggu umhverfi með því að:
    •  
    • gera rýmingaráætlanir fyrir skólana
    • þjálfa starfsfólk og nemendur í viðbrögðum við hættu og fyrstu hjálp

Samskipti (C)

Skagfirskir skólar

  • C1 –      vinni markvisst með foreldrum og veiti þeim tækifæri til þátttöku í      skólastarfinu

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að virkja foreldra til þátttöku í námi og starfi barna sinna með því að:
    •  
    • starfa með foreldraráðum og skólaráðum
    • foreldrasamstarf sé skilgreint í skólanámskrám
    • leita markvisst eftir mati foreldra á skólastarfi
    • taka þátt í markmiðasetningu barna sinna og mati á árangri
    • styðja við heimanám
  • að gagnkvæm og virk upplýsingamiðlun verði á milli heimila og skóla með því að:
    •  
    • foreldrar séu upplýstir um skólastarfið
    • heimasíður skólanna séu upplýsandi og foreldraráð/skólaráð geti nýtt þær til upplýsingagjafar
    • fjölbreyttar leiðir séu farnar í foreldrasamstarfi
  • C2 -      leggi áherslu á að mat á skólastarfi nýtist til að tryggja þróun og      umbætur

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að nota sjálfsmat og ytra mat til að greina, meta og þróa starf skólanna með því að:
    • þeim standi til boða ráðgjöf og reglulegar ytri úttektir
    • nýta sjálfsmatsaðferðir sem meta alla starfsþætti
    • nýta niðurstöður matsins til leiðsagnar og þróunarstarfs
  • C3 –      starfi saman á forsendum allra skólagerða og -stiga

Markmið skagfirskra skóla eru:

  • að stuðla að öflugu samstarfi skólanna með því að:
    •  
    • tryggja upplýsingastreymi milli skólanna
    • huga sérstaklega að aðstæðum þegar nemendur flytjast milli skóla og/eða skólastiga
    • virkja og nýta sérþekkingu starfsmanna
    • samræma faglega þætti í skólastarfinu
    • efla samstarf nemenda
    • skilgreina áherslur í samstarfi í skólanámskrám
    • leggja áherslu á samvinnu um símenntun
    • samræma skóladagatöl
    • stjórnendur skólanna hittist að minnsta kosti tvisvar á ári
  • C4 -      veiti foreldrum, nemendum og starfsfólki stuðning og ráðgjöf vegna      skólastarfs

Markmið skagfirskra skóla og skólaskrifstofu eru:

  • að styðja fjölskyldur nemenda við uppeldi og menntun þeirra með því að:
    •  
    • gefa forráðamönnum nemenda kost á fræðslu, ráðgjöf og stuðningi
    • greiður aðgangur sé að fagfólki og upplýsingum um úrræði
    • taka þátt í samstarfi þeirra sem koma að málefnum einstakra barna og málefnum barna almennt
  • að styðja faglegt starf skólastjórnenda og starfsmanna með því að:
    •  
    • veita kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf
    • veita skólastjórnendum rekstrarlega ráðgjöf
    • tryggja skilvirkar greiningar og ráðgjöf viðeigandi sérfræðinga
    • stuðla að þróun í skólastarfi með leiðsögn, námskeiðum og fyrirlestrum
    • hafa yfirsýn yfir þá endur- og símenntun sem býðst starfsmönnum skólanna heima í héraði og stuðla að því að sem flestir geti nýtt sér fræðsluna
  • að fylgjast með gæðum skólastarfs og stuðla að leiðum til að auka þau með því að:
    •  
    • veita ráðgjöf vegna sjálfsmats og ytra mats

vinna markvisst úr upplýsingum svo sem sjálfsmati,  niðurstöðum samræmdra prófa og öðrum upplýsingum sem nýtast til eflingar skólastarfs.