Fréttir & tilkynningar

25.05.2020

Skólahreysti í sjónvarpi allra landsmanna!

N.k. miðvikudag kl. 20:00 sýnir RÚV riðlakeppni skóla á norðulandi og á Akureyri, en það eru einu keppnirnar sem haldnar voru fyrir samkomubann vegna Covid-19. Í þættinum sjáum við okkar fólk þegar það vann sinn riðill, en liðið skipa Herdís Lilja, Lydía, Óskar Aron og Steinar Óli. Til var voru Einar og Þóra Emilía.
25.05.2020

Þemadagar

Í dag hófust þriggja daga þemadagar í Varmahlíðarskóla. Aðal markmið daganna eru hreyfing, útivera og hreinsun umhverfisins. Nemendur vinna saman í fimm hópum og fara milli stöðva. Á meðan einn hópur hreinsar upp fallin tré og greinar í skóginum eftir stormasaman vetur, er annar hópur í sundþrautum, þriðji í brennó, fjórði týnir rusl í nærumhverfi skólans og fimmti spreytir sig á ýmsum leikjum í íþróttahúsinu. Eftir hvern tíma skipta svo hópar um stöðvar.
25.05.2020

Þakkarhátíð vinaliða

Í síðustu viku var haldin þakkarhátíð fyrir þá vinaliða sem starfa hafa þennan skólavetur. Eldri hópurinn hefur starfað allan veturinn, en sá yngri frá áramótum. Hersingin fór á Sturlungasýninguna í 1238, fengu á sjá sýninguna en líka að prófa allskyns sýndarveruleiki. Pizzahlaðborð mettaði maga allra milli leikja.
04.05.2020

Prufukennsla