Skólastarf Varmahlíðarskóla hefst miðvikudaginn 7. apríl líkt og gert var ráð fyrir. Skólastarf verður með hefðbundnu sniði, kennt skv. stundaskrá, þ.e. skóladagur í fullri lengd og kennsla í öllum námsgreinum.
Frá miðnætti eru hertar sóttvarnaraðgerðir og skólum lokað. Því viljum við ítreka að það er EKKI skóli á morgun, fimmtudag og föstudag (25.-26. mars). Kennsla fellur niður og páskaleyfi hefst hjá nemendum frá og með morgundeginum.
Frekari upplýsingar verða sendar um fyrirkomulag skólahalds eftir páskaleyfi um leið og þau mál skýrast.