Fréttir & tilkynningar

15.08.2025

Skólasetning

Varmahlíðarskóli verður settur 22.ágúst. Skólinn hefst kl. 8:15 þann dag og munu skólabílar aka samkvæmt venjubundinni áætlun. Skóla lýkur kl. 13:20 þann dag eins og á hefðbundnum föstudegi.  
25.05.2025

Varmahlíðarskóli í þriðja sæti

Varmhlíðingar lentu í þriðja sæti í úrslitakeppninnar í Skólahreysti í gærkvöldi og er það besti árangur skólans. Varmahlíðarskóli var með flest stig í fyrri hluta keppninnar en eftir taugatrekkjandi samkeppni urðu úrslitin þau að Holtaskóli hreppti fyrsta sætið, Lágafellsskóli annað og Varmahlíðarskóli í þriðja. Til hamingju með verðlaunasætið, Halldór, Haraldur, Iðunn, Sigurbjörg, Friðrik, Marey og Lína!
24.05.2025

Úrslitakeppni í Skólahreysti í kvöld!

Í kvöld keppir Varmahlíðarskóli til úrslita í Skólahreysti kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV. Er þetta 9.árið í röð sem Varmahlíðarskóli á lið í úrslitum. Keppendur í hreystigreinum eru Haraldur Hjalti og Sigurbjörg Inga. Í hraðaþraut keppa Halldór og Iðunn Kolka en þau Friðrik Logi og Marey eru varamenn liðsins. Áhorfendum heima í stofu er bent á að fylgjast með ljósbleiku stúkunni en það er sá litur sem stuðningsmönnum liðsins fékk úthlutað þetta sinnið. Áfram Varmó!
02.05.2025

Innritun í skóla

04.04.2025

Skíðaferðir