Við sendum okkar bestu óskir til ykkar allra um gleðilega jólahátíð með von um að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Njótið sem mest og best góðrar samveru með ykkar nánustu. Farið gætilega og passið vel uppá hvert annað.
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í morgun. Að þessu sinni var ákveðið að hafa ekki hefðbundin pakkaskipti og þess í stað lagt til að við sem í skólanum störfum, bæði starfsfólk og nemendur, létum gott af okkur leiða með söfnun til góðgerðarmála.