Fréttir & tilkynningar

26.11.2025

Edda Björg mjólkurfernuskáld

Á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu. Um 1200 nemendur sendu ljóð - svo árangur Eddu er eftirtektarverður. Óskum Eddu til hamingju með árangurinn og hlökkum til að berja ljóðið augum á fernu framtíðarinnar. Hér á eftir gefur að líta ljóðið:
19.11.2025

Svakalega lestrarkeppnin

Nemendur í 1. - 7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni í haust og lentu í 9.sæti sem er frábær árangur. Tæplega 17 þúsund börn í 1.-7. bekk í 90 skólum um land allt tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni 2025. Var afhent viðurkenningarskjal til nemenda í síðustu viku. Innilega til hamingju!
12.11.2025

Dagur íslenskrar tungu

Um langt árabil hafa nemendur 7.bekkjar tekið þátt í dagskrá 16.nóvember með Skagfirska Kammerkórnum. Sá kór hefur sungið lög og hafa nemendur lesið ýmist ljóð eftir sama höfund eða lesið æviþætti skáldsins. Skáld þessa árs er Jónas Hallgrímsson.
12.11.2025

Sjálfsagi

31.10.2025

Hrekkjavökudagur

14.10.2025

Skólaþing

14.10.2025

Gaman saman