Fréttir & tilkynningar

31.10.2025

Hrekkjavökudagur

Í dag ríkti sannkölluð hrekkjavökustemning í grunnskólanum þegar nemendur og starfsfólk mættu í fjölbreyttum og skemmtilegum búningum. Skólahúsið breyttist í litríkan og draugalegan stað þar sem nornir, vampírur, beinagrindur, ofurhetjur og alls kyns furðuverur gengu um ganga skólans. Búið var að eyða síðastliðnum dögum og vikum í skreytingar og undirbúning og var afrakstri þeirra vinnu gerð skil í dag.
29.10.2025

Svakalega lestrarkeppnin

Nemendur í 1.–7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni sem haldin var 15. október - 15. nóvember og árangurinn var algjörlega frábær! Saman lögðu nemendur sig fram við að lesa heima og í skólanum, og samanlagt lásu þeir alls 76.480 mínútur! Markmið keppninnar er að hvetja nemendur til að lesa daglega, njóta bóka og efla lestraráhuga á skemmtilegan hátt. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að velja fjölbreyttar bækur og sýna lestri áhuga. Við erum gríðarlega stolt af nemendum fyrir frábæra þátttöku, áhuga og elju. Það er greinilegt að lestur færir kraft, sköpun og gleði inn í skólann!
20.10.2025

Heilsueflandi dagar haustsins

Hreyfing er öllum lífsnauðsynleg og hér á bæ taka nemendur og starfsfólk þátt í ýmsum hreyfistundum. Í upphafi skólaárs voru hinir árlegu hreyfidagar haldnir, Ólympíuhlaup ÍSÍ í lok september og nú í október var fyrsta mílan gengin, en þá eru nemendur og starfsfólk hvatt til að ganga eina mílu (1,6 km) á skólatíma.
14.10.2025

Skólaþing

14.10.2025

Gaman saman

11.10.2025

Ungmennaþing SSNV

10.10.2025

Hvað er menning?

07.10.2025

List fyrir alla