Fréttir & tilkynningar

08.12.2025

Danssýning og jólabingó

Fimmtudaginn 11. nóvember verður danssýning í íþróttahúsinu kl. 14 og jólabingó hjá 10. bekk strax á eftir í Varmahlíðarskóla. Það verður sjoppa á staðnum og spjaldið kostar 1.000 krónur. Enginn posi. Einnig verður bókamarkaður í anddyri Varmahlíðarskóla. 100 krónur bókin. Allir velkomnir!
28.11.2025

Barnaþing 2025

Í nóvember fór fram Barnaþingið 2025 í Hörpu, nánar tiltekið 20. nóvember á Mannréttindadegi barna, – stór og mikilvægt ráðstefna þar sem börn alls staðar af landinu koma saman til að ræða málefni sem snerta þeirra daglega líf, réttindi og framtíð. Barnaþingið er vettvangur fyrir börn til að láta rödd sína heyrast, taka þátt í ákvarðanatöku og koma hugmyndum sínum á framfæri við fullorðna sem starfa að málefnum barna. Markmiðið er að efla lýðræðislega þátttöku barna og minna á að skoðanir þeirra skipta máli. Í ár tóku yfir hundrað börn þátt í fjölbreyttum vinnustofum, samræðum og skapandi verkefnum þar sem rætt var meðal annars um skólamál, tækni, heilsu, umhverfi og jafnrétti. Börnin fengu tækifæri til að hitta sérfræðinga, fulltrúa stjórnvalda og ráðherra. Við erum einstaklega stolt af því að einn nemandi úr okkar skóla var valinn til að taka þátt í Barnaþinginu en það var hún Rebekka Ýr Ingadóttir í 8. bekk. Hún stóð sig frábærlega, tók virkan þátt í umræðum og lagði sitt af mörkum með hugmyndum, spurningum og áherslum sem endurspegla reynslu og sjónarmið barna í dag. Það er mikill heiður að fá að taka þátt í Barnaþinginu og frábært tækifæri fyrir börn til að hafa áhrif á samfélagið. Við óskum okkar fulltrúa innilega til hamingju með þátttökuna.
28.11.2025

Kveikt á jólaljósum

Nú líður senn að jólum og fer skólastarfið að litast mikið af því. Í dag, 28.nóvember, kveiktum við á jólaljósum á jólatrénu við skólann. Var það góð stund, þrátt fyrir mikinn kulda. Á eftir var morgunmatur þar sem allir gæddu sér á dýrindis heitu súkkulaði og heitu brauði að hætti matráða.
12.11.2025

Sjálfsagi

31.10.2025

Hrekkjavökudagur