Fréttir & tilkynningar

13.10.2020

Skólahald á tímum COVID-19

Við viljum vekja athygli á að við höfum uppfært upplýsingar á heimasíðu skólans varðandi skólahald á tímum COVID-19. Við leggjum ríka áherslu á sóttvarnir og varúðarráðstafanir í skólanum og fylgjum í hvívetna tilmælum almannavarna. Í sömu andrá erum við að leggja allt kapp á að skólastarf sé heðfbundið. Að dagskrá og skóladagur nemenda raskist sem minnst og að aðgerðir okkar séu ekki að vekja óþarfa ótta eða áhyggjur. Við þurfum öll að standa saman og fara varlega.
12.10.2020

Skóladagatal uppfært, hefðbundinn skóladagur á miðvikudag

Skóladagatal Varmahlíðarskóla hefur verið uppfært hér á heimasíðu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að miðvikudagurinn 14. október er hefðbundinn skóladagur. Fyrirhuguðum starfsdegi sem vera átti þann dag hefur verið frestað til 4. febrúar með samþykki skólaráðs.
05.10.2020

Nemendaráð og kosning formanna

Í morgun fór fram framboðsfundur og kosning formanna nemendaráðs Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Þar fluttu nemendur 10. bekkjar framboðsræður fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk og í framhaldinu var gengið til kosninga. Á framboðsræðum mátti sjá að nemendur voru vel undirbúnir, ræðurnar málefnalegar og framkoma til fyrirmyndar. Niðurstaða kosninga er að Kristinn Örn Guðmundsson og Lydía Einarsdóttir eru formenn nemendaráðs. Til vara eru Jóel Agnarsson og Lilja Diljá Ómarsdóttir. Þar með er nemendaráð skólaársins orðið fullmannað en nemendur í 6.-9. bekk höfuð áður valið fulltrúa innan hvers árgangs.
25.05.2020

Þemadagar