Fréttir

Hreyfidagar

Nú er skólaárið komið á fullt skrið og eins og síðustu ár hófst það á hreyfidögum. í þrjá daga tóku allir nemendur og starfsfólk þátt í ýmsum íþróttum og útiveru. Á þriðjudaginn var farið fram á Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Nemendur 5. - 10. bekkjar hjóluðu fram og til baka en yngstu nemendur fóru með rútu. Þar var farið í ýmsa leiki, athugað með ber og grillað í hádeginu.
Lesa meira

Vikuáætlanir nemenda í 7. - 10. bekk

Nú í vetur verða 7. - 10. bekkur með vikuáætlanir, en þær má finna inni á heimasíðu skólans undir flipanum ,,nemendur". Þar munum við setja ýmsar upplýsingar um námið hverju sinni og ýmislegt sem er á döfinni. Við hvetjum bæði nemendur og fjölskyldur þeirra að líta reglulega á áætlunirnar.
Lesa meira

Skólastarf

Lesa meira

Fátt er svo með öllu illt...

Þó að norðanstórhret síðustu daga gleðji fáa hafa Frístundarbörnin nýtt sér snjóinn í leik, enda um að gera nýta öll tækifæri til að gera sér glaðan dag. Þessar myndir tók starfsmaður Frístundar s.l. þriðjudag af kátum krökkum.
Lesa meira

Skólahreysti á morgun!!!

Lið Varmahlíðarskóla keppir í lokakeppni Skólahreysti á morgun, laugardag 25. maí, og er bein útsending kl.19:45 á RÚV. Allir að horfa og hvetja okkar fólk!!!!
Lesa meira

Útidagur yngsta stig

Í gær, fimmtudag, var útidagur hjá nemendum á yngsta stigi.
Lesa meira

Skólaferðalag 1.-4. bekkjar

Í dag, þriðjudag 21.maí, fóru nemendur í 1.-4.bekk í skólaferðalag.
Lesa meira