Fréttir

Rökkurganga í skóginum

Í morgunsárið gengu nemendur og starfsfólk um í skóginum í svo kallaðri rökkurgöngu. Margir voru með vasaljós með sér sem skapaði skemmtilega stemningu. Fyrsta stopp var í Sigurðarlundi. Þar voru sungin nokkur lög. Næsta stopp var í Þuríðarlundi og þar var einnig sungið. Að lokum var svo boðið upp á kakó og piparkökur við aðstöðuhúsið á tjaldsvæðinu þar sem búið var að henga upp stóra jólaseríu. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir slæma veðurspá.
Lesa meira

Jólavinna á yngsta stigi

Margt og mikið hefur verði brallað á yngsta stigi síðastliðna daga.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Hin árlega keppni um flottasta piparkökuhúsið var haldin í dag. Nemendur á unglingastigi sem eru í bakstursvali taka þátt. Keppnin var hin glæsilegasta og mátti meðal annars sjá dómkirkjuna í Niðarósi, Flugumýrarkirkju og Glaumbæjarkirkju. Allir nemendur og allt starfsfólk er með atkvæðarétt. Við fengum einnig tvo dómara til að aðstoða okkur en það voru þær Þorbjörg Jóna matráðurinn okkar og Bryndís Bjarnadóttir fyrrverandi heimilisfræðikennari hjá okkur. Úrslitin verða tilkynnt á litlu jólunum, 18. desember.
Lesa meira

Breytt skóladagatal

Hér má finna rétt skóladagatal. Ruglingur var með upphaf þorra og góu, en þeir mánuðurnir eru óvenju seint á ferðinni árið 2024. Það er vegna þess að árið 2023 er rímspillisár. Af Vísindavefnum; Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 er rímspillisár. Það sama átti við um árið 1995. Seinasti dagur ársins á undan (1994) var laugardagur og árið 1996 var hlaupár. Þess vegna var árið 1995 rímspillisár. Rímspillisár eru oftast á 28 ára fresti. Orðið rím er notað um útreikning almanaks eða dagatals. Orðatiltækið að ruglast í ríminu er dregið af því og merkir þess vegna upphaflega þegar einhver ruglast á dögunum.
Lesa meira

Málmsmíði

Nemendur í málmsmíði útbjuggu útigrill fyrir skólann og fláningsbekk. Við erum afar þakklát fyrir nýja útigrillið. Málmsmíðakennarinn hjá okkur er Kári Gunnarsson.
Lesa meira

Myndir af danssýningu

Danssýningin tókst alveg ótrúlega vel. Mæting aðstandenda var mjög góð og var ofsalega gaman í lokin þegar allir, nemendur, starfsfólk og aðstandendur, marseruðu hring eftir hring í íþróttahúsinu.
Lesa meira

Danssýning í dag kl. 13:30

Ingunn Hallgrímsdóttir danskennari hefur verið hjá okkur alla vikuna. Allir nemendur hafa fengið danskennslu á hverjum degi í þessari viku. Ingunn fór einnig á leikskólann alla dagana þannig að öll börn á svæðinu kunna nú ýmislegt fyrir sér í dansi. Til að ljúka dansvikunni bjóðum við á danssýningu í dag, fimmtudag, klukkan 13:30 í íþróttahúsinu. Kaffi og piparkökur í boði að lokinni sýningu í matsal skólans. Allir velkomnir.
Lesa meira

Íþróttafélagið Smári færði 1. bekk gjöf

Formaður Íþróttafélagsins Smára færði nemendum 1. bekkjar Varmahlíðarskóla merktan búning og peysu félagsins. Þetta er annað árið í röð sem U. Í. Smári færir 1.bekk íþróttabúning félagsins að gjöf og mun þetta koma sér vel. Hafi íþróttafélagið okkar kærar þakkir fyrir. Á myndinni eru frá vinstri: Anna Lilja Guðmundsdóttir formaður U.Í. Smára, Agnar Sölvi, Helgi Rafn, Valdimar Ýmir, Hólmar Kári, Árdís Hekla, Diljá Mist, Þengill Týr, Egill Örn og Birgitta Sveinsdóttir umsjónarkennari þeirra. Myndina tók Sólrún Jóna sem sést í glugganum (SÍÍÍS)
Lesa meira

Jólafatadagur 7. des.

Jólafatadagur hjá okkur í Varmahlíðarskóla 7. desember. En að sjálfsögðu geta allir dagar í desember verið jólafatadagar.
Lesa meira

Jólatré í upphafi aðventu

Í síðustu viku fóru nemendur í 4. bekk og hjuggu jólatré í skóginum. Að því loknu yljuðu þau sér við heitt kakó og piparkökur inn í matsal. Í dag, 30. 11., var svo kveikt á jólatrénu og allir nemendur og starfsfólk dansaði og söng í kringum jólatréð. Mikil hátíðarstemmning myndaðist úti í blíðskaparveðri. Að loknum söng og dansi var farið inn í matsal þar sem boðið var upp á ostabrauð, heitt kakó, ljúfa jólatóna og mandarínur. Skemmtileg jólahefð sem hefur fylgt skólanum í fjölda mörg ár.
Lesa meira