Fréttir

Skólasetning og fyrsti skóladagur þriðjudaginn 25. ágúst

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9:00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (2 metrar og sótthreinsun). Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.
Lesa meira

Skráning í frístund, starfsemi frá 18. ágúst

Opið er fyrir skráningu barna í frístund á komandi skólaári. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín sem fyrst. Skráning er rafræn. Starfsemi frístundar hefst 18. ágúst, viku fyrir skólasetningu.
Lesa meira

Skólahreysti í sjónvarpi allra landsmanna!

N.k. miðvikudag kl. 19:40 sýnir RÚV riðlakeppni skóla á norðulandi og á Akureyri, en það eru einu keppnirnar sem haldnar voru fyrir samkomubann vegna Covid-19. Í þættinum sjáum við okkar fólk þegar það vann sinn riðill, en liðið skipa Herdís Lilja, Lydía, Óskar Aron og Steinar Óli. Til var voru Einar og Þóra Emilía.
Lesa meira

Þemadagar

Í dag hófust þriggja daga þemadagar í Varmahlíðarskóla. Aðal markmið daganna eru hreyfing, útivera og hreinsun umhverfisins. Nemendur vinna saman í fimm hópum og fara milli stöðva. Á meðan einn hópur hreinsar upp fallin tré og greinar í skóginum eftir stormasaman vetur, er annar hópur í sundþrautum, þriðji í brennó, fjórði týnir rusl í nærumhverfi skólans og fimmti spreytir sig á ýmsum leikjum í íþróttahúsinu. Eftir hvern tíma skipta svo hópar um stöðvar.
Lesa meira

Þakkarhátíð vinaliða

Í síðustu viku var haldin þakkarhátíð fyrir þá vinaliða sem starfa hafa þennan skólavetur. Eldri hópurinn hefur starfað allan veturinn, en sá yngri frá áramótum. Hersingin fór á Sturlungasýninguna í 1238, fengu á sjá sýninguna en líka að prófa allskyns sýndarveruleiki. Pizzahlaðborð mettaði maga allra milli leikja.
Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Skólaárinu 2019-2020 er að ljúka. Skólaráð og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólárs. Skólastarf nemenda hefst 25. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Innritun í 1. bekk Varmahlíðarskóla

Innritun nemenda í 1. bekk Varmahlíðarskóla skólaárið 2020-2021 er hafin (börn fædd 2014).
Lesa meira

Íþróttamaraþon 10. bekkjar

Í síðustu viku heldu nemendur í 10. bekk íþróttamaraþon í einn sólarhring. Fram að þessu hefur íþróttamaraþonið verið haldið sem hluti af fjáröflun elstu nemenda fyrir útskriftarferð þeirra til Danmerkur, venjulega vikuna fyrir páskafrí. Vikurnar fyrir hafa nemendur verið búnir að safna áheitum hjá fyrirtækjum. Eins og alþjóð veit hefur samkomubann vegna Covid-19 komið í veg fyrir hvers kyns samkomur og þ.m.t. safnanir nemenda. 10. bekkingarnir fóru hinsvegar á leit við skólastjóra að þeir fengju þó að halda maraþonið þó ekki yrði af áheitasöfnun. Í 24 klukkustundir sprikluðu og spörkuðu nemendur, stunduðu jóga, fóru í eltingaleik, teygðu sig og toguðu, lyftu lóðum og framkvæmdu hverskyns hreyfingar sem þeim datt í hug.
Lesa meira

Reiðhjólahjálmar handa 1.bekk

Í dag fengu krakkarnir í 1. bekk góða gjöf. Það voru reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Drangey. Að þessu sinni voru hjálmarnir afhentir hér við skólann. Það var Karl Lúðvíksson sem afhenti hjálmana fyrir hönd klúbbsins með ósk um allt það besta og velferð í umferðinni.
Lesa meira

Prufukennsla

Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og kennsluráðgjafi er í háskólanámi í upplýsingatækni við Stanford háskóla í Bandaríkjunum í vetur. Eitt af verkefnum hans er að búa til app/forrit/heimasíðu sem tímastjórnunartæki fyrir stöðvavinnu hjá nemendum og eru nemendur í 3.- 4.bekk að prufukeyra þetta forrit á næstu dögum. Nemendur munu vinna með það nokkrum sinnum og gefa svo endurgjöf. Verkefnið gengur út á það að kennarinn fær aðgang inn á heimasíðu og þar er hægt að setja inn nöfn nemenda, setja inn hópaskiptingar, nota niðurteljara fyrir stöðvarnar og spila rólega tónlist. Við hlökkum til að prufukeyra verkefnið.
Lesa meira