16.11.2023
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Varmahlíðarskóla í dag. Eins og sjá má var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Hátíðarhöldin fóru fram í sal skólans.
1. Fjöldasöngur (Á íslensku má alltaf finna svar)
2. 1.- 2. bekkur - söngur með hristum ( Ég heyri svo vel)
3. 6. bekkur: Djákninn á Myrká
4. Fjöldasöngur (stökur)
5. 5. bekkur: Framtíðarleikrit um Jónas Hallgrímsson
6. 7. bekkur: Kennaragrín
7. Fjöldasöngur (Sá ég spóa í keðjusöng og Krummi krunkar úti)
8. 3. bekkur - leikrit (Feluleikurinn)
9. 4. bekkur: Brandarahornið
10. Fjöldasöngur (Á Sprengisandi)
Lesa meira
13.11.2023
Sjá myndlistarverkefni eftir nemendur á göngum skólans. Fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa meira
09.11.2023
10. árgangur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Lesa meira
08.11.2023
Nemendur og starfsfólk tók þátt í baráttudegi gegn einelti í dag. Til að byrja með söfnuðust allir saman á sal, hlustuðu á hugleiðingar um einelti og sungu saman nokkur vinalög. Eftir samverustundina lá leiðin í íþróttahúsið þar sem farið var í leiki.
Lesa meira
23.10.2023
Á morgun þriðjudaginn 24. október ætla konur í Varmahlíðarskóla að taka þátt í heils dags kvennaverkfalli sem boðað hefur verið til. Af þeim sökum verður hvorki skóli né frístund.
Á föstudag verðum við að stytta skóladaginn vegna jarðarfarar. Heimakstur verður því kl. 12:00 en frístund verður opin fyrir skráð börn.
Lesa meira
18.10.2023
Nemendur í 1.- 4. bekk voru að læra um landnámsmenn fyrir nokkru síðan og vorum við hengja afrakstur þeirrar vinnu upp á vegg.
Lesa meira
09.10.2023
Í lok september ferðuðust fjórir nemendur í 10. bekk og tveir starfsmenn til Tyrklands en ferðin var lokahnykkur á eins árs verkefnis á vegum Erasmus+ styrkjaáætlunar ESB. Þetta voru þau Bríet Bergdís, Eiríkur Jón, Svandís Katla og Vignir Freyr sem fóru ásamt Íris Olgu og Helgu Þorbjörgu.
Í verkefninu veltu nemendur fyrir sér og sköpuðu draumaheima með mismunandi forritun og lærðu í leiðinni forritun á t.d. Minecraft, Unity og Scratch.
Samstarfslöndin voru þrjú, þriðja landið Finnland, en s.l. nóvember heimsótti hópur nemenda og starfsfólks bæinn Joensuu í Finnlandi. Í mars mættu tyrkir og finnar í Varmahlíðarskóla og því hafa þátttakendur verkefnisins - bæði nemendur og starfsfólk - kynnst ágætlega og jafnvel myndað vinabönd.
Lesa meira
09.10.2023
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá er appelsínugul viðvörun hjá okkur fyrir morgundaginn.
Lesa meira
29.09.2023
Í náttúrufræði er lögð mikil áhersla á umhverfismennt en hún miðar að því að fólk gefi umhverfinu sínu gaum og beri umhyggju fyrir því.
Lesa meira