Flöskuskeyti

Á hverjum tíma eru notaðar ólíkar leiðir til þess að senda boð á milli fólks. Send hafa verið reykmerki og hljóðmerki auk bréfa. Nemendur á yngsta stigi fræddust nýlega um þá leið að senda flöskuskeyti sem einnig er þekkt leið og þá stundum til þess að senda boð þegar engin önnur leið er fær, en einnig til þess að senda upplýsingar eða fyrirspurnir sem ekki er endilega víst að svar fáist við.