Fréttir & tilkynningar

20.12.2025

Jólakveðja

Við sendum nemendum, foreldrum, starfsfólki og öllum vinum skólans okkar hlýjar og kærleiksríkar jólakveðjur. Á aðventunni gefst tækifæri til að staldra við, gleðjast saman og njóta þess sem skiptir mestu máli – samveru, hlýju og gleði. Við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Megið þið eiga notalega jólahátíð. Skólinn hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar kl. 10. Gleðileg jól!
18.12.2025

Bakstursþema 10. bekkjar

Föstudaginn 12. des. sl. fengu nemendur 10.bekkjar að spreyta sig við að baka og steikja danskt jólabakkelsi. Tilefnið var að brjóta aðeins upp dönskukennsluna á aðventu. Nemendur fóru inn á danska baksturssíðu og völdu sér uppskriftir. Skilyrðið var að það væru danskar uppskriftir af hefðbundnu dönsku bakkelsi og nemendur læsu uppskriftir og leiðbeiningar á dönsku. Baksturinn þótti heppnast vel og voru allir ánægðir með afraksturinn. Meðal þess sem bakað var voru vanillukransar, danskar kleinur og súkkulaðibitakökur. Var Kristvina Gísladóttir nemendum og umsjónarkennara til ráðlegginga og aðstoðar. Er henni þakkað kærlega fyrir aðstoðina.
17.12.2025

Söngvakeppni Friðar

Föstudaginn 12. desember sl. var Söngkeppni Friðar haldin í Miðgarði - fyrir fullum sal. Á meðal þeirra níu atriða sem flutt voru, áttu þær Ólöf Helga og Sigurbjörg Svandís það sem lenti í þriðja sæti. Þær stöllur fluttu lagið The night we met með Lord Huron - sem þær sungu raddað. Óskum þeim til hamingju með árangurinn.
28.11.2025

Barnaþing 2025