Skólaakstur

Skólaakstur og skólabílstjórar

Í Varmahlíðarskóla er skólaakstur hjá langflestum nemendum. Um skólaakstur Varmahlíðarskóla gilda reglur um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá vinsamlegast samband við skólastjórnendur eða bílstjóra viðkomandi leiðar.

Lýtingsstaðahreppur (Bústaðir - Varmahlíðarskóli): Indriði Stefánsson í síma 893-1565. Netfang: indridist@simnet.is

Lýtingsstaðahreppur, Efribyggð (Syðra Vatn - Varmahlíðarskóli): Jón Egill leysir af til 12. nóv. s: 822-1456. Torfi Arnarson í síma 620-3062. Netfang: tarnarson@hotmail.com 

Syðri Hofdalir - Blönduhlíð-úthlíð - Vallholt - Varmahlíðarskóli: Sel Ehf. Bessi Freyr Vésteinsson í síma: 894-9360/845-9360. bessi@sel551.is

Blönduhlíð-framhlíð - Varmahlíðarskóli: Hugheimur ehf., Hjalti Jóhannsson sími: 692-1014. Magnús Sigmundsson sími: 860-1266. Netfang: hugheimur@gmail.com.

Birkihlíð - Sæmundarhlíð - Varmahlíðarskóli: HBS ehf. í síma 892 1335 : Netfang: hbsehf@simnet.is

Fjall- Varmahlíðarskóli: HBS ehf. í síma 892-1335 : Netfang: hbsehf@simnet.is

Tímatöflur veturinn 2023-2024

Lýtingsstaðahr. - Bústaðir - Varmahlíðarskóli

Lýtingsstaðahr. - Efri byggð - Varmahlíðarskóli

Blönduhlíð-úthlíð - Vallholt - Varmahlíðarskóli

Blönduhlíð - framhlíð - Varmahlíðarskóli

Birkihlíð - Sæmundarhlíð - Varmahlíðarskóli

Fjall - Varmahlíðarskóli

Mjög áríðandi er að foreldrar láti bílstjóra vita ef barn mætir ekki í skólabíl. Foreldrar þurfa sérstakt leyfi fyrirfram hjá bílstjóra ef taka á aðra nemendur með en þá sem eiga að vera í viðkomandi skólabíl.

Skólareglur eru í gildi í skólabílunum. Að auki gilda eftirfarandi reglur í skólabílunum:

1. Nemendur eiga að sitja í sætum með beltin spennt á meðan á akstri stendur. Bílstjóri skal sjá til þess að nemendur séu í öryggisbeltum og skal ekki leggja af stað fyrr en öll öryggisatriði hafa verið uppfyllt.

2. Nemendur skulu gæta þess að ganga ekki að skólabíl fyrr en hann hefur stöðvað og dyr hafa verið opnaðar. Bílstjóra ber að sýna sérstaka aðgát áður en nemendum er hleypt út úr skólabifreið.

3. Nemendur skulu sýna hver öðrum tillitssemi þegar þeir fara inn eða úr skólabíl og forðast allan troðning. Skólareglur, skv. 30. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, eiga við um framkomu og háttsemi nemenda í skólaakstri. Fara skal með brot á skólareglum skv. 14. gr. sömu laga.

Heimakstur er 5-10 mín eftir að kennslu lýkur sem er:

Mánudaga kl. 14:50

Þriðjudaga kl. 14:00

Miðvikudaga kl. 14:50

Fimmtudaga kl. 14:50

Föstudaga kl. 13:20