Bókasafn

 

Vetraropnun fyrir almenning:
þriðjudaga kl. 15:30 – 17:30

 
Safnið er í rúmgóðu húsnæði við hliðina á tölvuverinu á neðri hæð skólans. Þar er gott úrval fræðirita og handbóka sem nýtast við skólastarfið, auk barna- og unglingabóka, tímarita og skáldrita fyrir fullorðna. Alls eru u.þ.b. 6000 bækur á safninu og þar af um 1500 fræðirit, auk um 200 myndbanda og allmargra hljóðbóka. Þar eru einnig fjórar nettengdar tölvur sem samnýta má með tölvuverinu eða nota á safninu eftir þörfum.
 
Á bókasafninu geta nemendur, starfsfólk og almenningur fengið bækur að láni til að lesa í skólanum eða fara með heim. Þar fær 1. - 6. bekkur skipulega safnkennslu, að jafnaði eina kennslustund á viku. Eldri nemendur fá aðstoð við heimildaöflun ýmiss konar og geta unnið á safninu ef svo ber undir.
 

Vetraropnun:
Safnið er opið þriðjudaga til fimmtudaga, mest allan skóladaginn. Auk þess er það opið almenningi á þriðjudögum kl. 15:30 – 17:30. Allir eru velkomnir.

Allir velkomnir og mögulegt að semja um aðra tíma ef þessir henta ekki.