Skólaráð

  • Við skólann starfar skólaráð skv. reglugerð um skólaráð við grunnskóla. Skólaráð er samráðs­vettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og er ráðið skipað níu fulltrúum skólasamfélagsins. Hlutverk þess er að vera umsagnaraðili um starfsáætlanir skólans. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun skólans og kemur að mótun sérkenna hans. Skólaráð skal fá til umsagnar allar áætlanir skólans. Skólaráð fundar að jafnaði mánaðarlega. Hér má sjá Starfsreglur skólaráðs.

Í skólaráði veturinn 2022-2023 sitja ásamt skólastjóra:

  • a)      Tveir fulltrúar kennara, kosnir á kennarafundi: Hrund Malín Þorgeirsdóttir (seinna  ár) og Þyrey Hlífarsdóttir. Til vara: Íris Olga Lúðvíksdóttir.

b)      Einn fulltrúi annars starfsfólks, kosinn á starfsmannafundi: Sigrún Björg Gylfadóttir (seinna ár). Til vara: Sólrún Jóna Ásgeirsdóttir.

c)      Tveir fulltrúar foreldra, kosnir á aðalfundi skv. starfsreglum foreldrafélags: Birna Valdimarsdóttir (seinna ár)  og Sigrún Eva Helgadóttir .

d)     Tveir fulltrúar nemenda, kosnir skv. starfsreglum nemendafélags: Trausti Helgi Atlason og  Arnar Freyr Brynjarsson.

e)      Skólaráð velur sjálft einn fulltrúa grenndarsamfélags: Ólafur Bjarni Haraldsson.

 Varamenn geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Varamaður tekur fast sæti við varanleg forföll. Fulltrúi í skólaráði missir hæfi sitt til setu í ráðinu ef tengsl hans við skólann rofna.

Fundargerðir skólaráðs: