Fréttir

Árshátíð yngsta og miðstigs

Verður haldin fimmtudaginn 21. mars kl.13 í Miðgarði. Allir velkomnir og miðasala á staðnum. Enginn posi á staðnum.
Lesa meira

PÁSKABINGÓ!

Á morgun, 14. mars kl. 17:00 heldur 10. bekkur sitt árlega páskabingó í matsal skólans. Miðað við fjallið af vinningum sem nemendur hafa safnað í hús geta margir glaðst með hjálp bingóspjaldanna! Í ár er svo boðið upp á nýjung: nemendur í 10. bekk bjóða upp á barnapössun! Spjaldið kostar kr. 1.000 og sömuleiðis barnapössun.
Lesa meira

Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Síðastliðinn miðvikudag var haldin hátíðleg Upplestrarkeppnin hjá nemendum í 7. bekk.
Lesa meira

Café Danmark

Café Danmark er verkefni í dönsku sem nemendur í 10. bekk voru að vinna að. Verkefnið gekk út á að kynnast danskri menningu og unnu þau í hópum og kynntu sér menningu, borgir og fleira. Að loknu verkefni settu þau á laggirnar danskt kaffihús og buðu fjölskyldum sínum að koma. Til að byrja með kynnti hver hópur sitt efni og að lokum var öllum boðið upp á veitingar. Nemendur höfðu útbúið smörrebröd, smjördeigshorn, saft og kaffi. Afar góð stund og runnu veitingarnar ljúflega niður.
Lesa meira