Skólaþing

Skólaþing hefur verið starfrækt í Reykjavík síðan 2007. Síðustu tvö ár hafa þeir heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Þeir leyfa nemendum að setja sig í spor þingmanna og fylgja lagafrumvarpi í gegnum þingið. Þetta er hlutverkaleikur þar sem nemendur taka sér hlutverk þingmanna í uppskálduðum flokkum. Leikurinn felur meðal annars í sér að stíga í ræðustól í hlutverki og tjá sig um efni frumvarpsins og afstöðu flokksins.
Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis koma og sjá um að stýra þessum leik. Nemendur fá góða innsýn í starfsheim þingmanna með því að fá tækifæri til að vinna að frumvarpsdrögum, koma með breytingatillögur og rökræða um málefnið.