Fréttir

Fyrstu skóladagarnir í samkomubanni

Fyrstu þrjá skóladaga í samkomubanni hefur verið afskaplega áhugavert að fylgjast með kennslu í Varmahlíðarskóla við gjörbreyttar aðstæður. Gróskan í kennsluháttum er mikil og má þar nefna að nemendur og kennari sem nú eru heima í fjarvinnu taka virkan þátt í skólastarfinu með hjálp tækninnar m.a. með myndsamtölum. Það virðist sem samstaða sé afskaplega góð bæði meðal skólafólks og foreldra. Allir eru að leggjast á eitt við að láta þetta ganga sem best. Fyrir það er vert að þakka.
Lesa meira

Íþróttahúsið í Varmahlíð lokað

Íþróttahúsið í Varmahlíð verður lokað tímabundið meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugin verður opin en lokað í rennibrautina, gufubaðið og kalda karið.
Lesa meira

Skólastarf næstu daga á tíma samkomubanns

Á starfsdegi var skólastarf næstu daga og vikna skipulagt við þær sérstöku aðstæður sem nú eru í samfélaginu. Ekki verður unnt að halda uppi hefðbundnu skólastarfi en út frá núverandi tilmælum um skólastarf og ráðleggingum landlæknis hefur starfinu verið sett umgjörð næstu daga og vonandi vikur.
Lesa meira

Upplýsingar vegna samkomubanns

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði. Framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð, en starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt. Nánari útfærslur þess verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda en sveitarfélög landsins vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við framangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum í Skagafirði, auk Tónlistarskóla Skagafjarðar, Árvistar og Frístundar í Varmahlíð til þess að stjórnendur og starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkunin nær til og undirbúið breytingar. Foreldrar leik-, grunn- og tónlistarskólabarna eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn, m.a. á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og heimasíðum leik-, grunn- og tónlistarskóla. Þá eru í undirbúningi frekari leiðbeiningar um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki og aðrar tómstundir barna. Mikilvægt er að við höldum ró okkar og fylgjum vel fyrirmælum Embættis landlæknis og Almannavarna. Með því leggjum við okkar af mörkum.
Lesa meira

Skíðaferð 1. - 10. bekkjar

Á morgun, föstudag, stefna allir nemendur skólans á skíði á skíðasvæðið Tindastól. Við minnum nemendur á að klæða sig vel og eftir veðri, taka með góða vettlinga og hlýja sokka (þó ekki of þykka fyrir skíðaskóna). Húfur þurfa að passa undir hjálma, því er jafnvel gott að taka með sér buff, þau eru góð undir hjálmana.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli vinnur sinn riðil í Skólahreysti

Nú rétt í þessu vann lið Varmahlíðarskóla riðill sinn í Skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Vert er að minnast á að í öðru sæti er Grunnskólinn Austan og Árskóli í því þriðja. Þetta þýðir að Varmhlíðingar fara suður í úrslitakeppnina þann 29. apríl.
Lesa meira

Upplestrarkeppni Varmahlíðarskóla

S.l. þriðjudag fór fram upplestrarkeppni Varmahlíðarskóla. Tilgangurinn með þeirri keppni er að þjálfa nemendur í því að koma fram og að flytja texta fallega. Dómarar eru fengnir til þess að velja þá sem flytja texta sína best og fara þeir sem fulltrúar skólans í lokakeppni héraðsins sem haldin verður 18. mars næstkomandi. Niðurstaða dómnefndar var sú að aðalmenn eru Kolbeinn Maron Laufeyjarson Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og varamaður er Trausti Helgi Atlason.
Lesa meira

Öskudagur vel heppnaður

Margt í lífinu er skemmtilegt en þó er sumt skemmtilegra en annað. Þó að hversdagsleikinn geti verið ógnarskemmtilegur þarf ekki að vera sem verst að breyta ögn til. Öskudagurinn er einn af þeim dögum sem alla jafna er öðruvísi en aðrir dagar og jafnvel skemmtilegri og því hlakka margir til hans. Þann dag er hefð fyrir því að fólk bregði sér í gervi og lifi sig inn í annan heim en alla jafna. Hvort sem fólk átti úti kindur eða hafði annað í huga var um nóg að tala og syngja á þessum fallega miðvikudegi sem var síðasti dagur fyrir vetrarfrí.
Lesa meira

Þjóðlegur matur í Glaumbæ

Nemendur í 3. og 4. bekk heimsóttu Glaumbæ í tengslum við verkefni í heimilisfræði um þjóðlegan mat og matargerð í torfbæjum. Fengu þeir góða leiðsögn um bæinn, voru mjög áhugasöm og spurðu mikið.
Lesa meira

Kynfræðsla pörupilta

Í síðustu viku fengu nemendur 8. - 10. bekkjar í öllum skólum Skagafjarðar kynfræðslu í formi leiksýningarinnar Kynfræðsla pörupilta. Um leið og rútur úr Árskóla og Hofsósi höfðu tæmst og Miðgarður fyllst af unglingum og starfsfólki, hófst 45 mínútna uppistand en jafnframt mikil fræðsla. Pörupiltar eru hugarsmíð þriggja kvenna sem bregða sér í gerfi ungra manna með mismikla reynslu af kynhegðun og kynlífi.
Lesa meira