Fréttir

Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í skólahreysti 2021

Það er gleðiefni að okkar frábæri skólahreystihópur er kominn í úrslit í skólahreysti 2021. Nú er lokið öllum undanriðlum í skólahreysti 2021 og er Varmahlíðarskóli búinn að tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum sem haldin verða í Laugardalshöll 29. maí. Í undankeppninni í ár tóku þátt hátt í 80 skólar og er þetta 5 árið í röð sem skólinn tryggir sér miða í úrslitakeppnina. Erum við afar stolt og ánægð með árangur krakkanna en þau eru búin að leggja mikið á sig á æfingum vetrarins undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara. Við bíðum spennt eftir úrslitakeppninni. Áfram Varmahlíðarskóli!
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf

Skólastarf verður hefðbundið í Varmahlíðarskóla frá og með morgundeginum, mánudegi 17. maí. Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra í gær var ákveðið að framlengja ekki tímabundnar sóttvarnaraðgerðir í Skagafirði. Engar takmarkanir eru settar á skólahald og því er okkur ekkert til fyrirstöðu að halda áformum okkar og vonum um að skólastarf geti verið sem eðlilegast þessa síðustu daga skólaársins. Það skal þó áréttað að full ástæða er til að fara gætilega, ef minnstu einkenni gera vart við sig á ekki að mæta í skólann, heldur panta sýnatöku á heilsuvera.is eða með því að hringja á heilsugæsluna og útiloka minnsta grun um smit. Förum varlega og gætum vel að sóttvörnum.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppin - 4. bekkur

Litla upplestarkeppnin fór fram í dag hjá 4. bekk. Nemendur stóðu sig allir með prýði. Vegna samkomutakmarkanna var brugðið á það ráð að streyma keppninni til foreldra. Áhorfendur í sal voru 1.-3. bekkur auk nokkurra starfsmanna.
Lesa meira

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla keppir í kvöld kl. 20 - sýnt á RÚV

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla tekur þátt í undankeppni Skólahreysti 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20:00. Undankeppnir Skólahreysti verða í beinni útsendingu á RÚV og því miður engir áhorfendur. ÁFRAM VARMAHLÍÐARSKÓLI!!! Bein útsending kl. 20:00 á RÚV, þriðjudaginn 4. maí.
Lesa meira

Reiðhjólahjálmar afhentir 1. bekk

Í dag fengu krakkarnir í 1. bekk góða gjöf. Það voru reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Drangey.
Lesa meira

Nemandi í lokaumferð Pangea stærðfræðikeppni

Nemendur í 8. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust langflestir nemendur áfram í aðra umferð. Eftir aðra umferð náðu 50 nemendur úr 8. bekk áfram í lokaumferð og af þeim er einn nemandi Varmahlíðarskóla, Iðunn Holst. Hún mun taka þátt í lokakeppninni þann 27. apríl. Þess má geta að það voru 2.129 nemendur sem tóku þátt í upphafi.
Lesa meira

1. og 2. bekkur í heimsókn á Víðimel

Í dag var 1. og 2. bekk boðið að koma í heimsókn og skoða dýragarðinn á Víðimel. Þetta var ákaflega skemmtileg og fróðleg ferð.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf eftir páska

Skólastarf Varmahlíðarskóla hefst miðvikudaginn 7. apríl líkt og gert var ráð fyrir. Skólastarf verður með hefðbundnu sniði, kennt skv. stundaskrá, þ.e. skóladagur í fullri lengd og kennsla í öllum námsgreinum.
Lesa meira

Verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði

Í vikunni fengu tveir nemendur Varmahlíðarskóla afhent verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði.
Lesa meira

Skóla lokað vegna sóttvarnaraðgerða

Frá miðnætti eru hertar sóttvarnaraðgerðir og skólum lokað. Því viljum við ítreka að það er EKKI skóli á morgun, fimmtudag og föstudag (25.-26. mars). Kennsla fellur niður og páskaleyfi hefst hjá nemendum frá og með morgundeginum. Frekari upplýsingar verða sendar um fyrirkomulag skólahalds eftir páskaleyfi um leið og þau mál skýrast.
Lesa meira