Benjamín dúfa

Nemendur í 5. og 6. bekk eru að fara að vinna saman í bókmenntum en þar á að taka fyrir hið sígilda bókmenntaverk Benjamín dúfa. Sagan höfðar til allra aldurshópa en hún gerist á einu sumri og segir frá Benjamín og vinum hans. Þeir stofna reglu Rauða drekans og eru meðlimirnir Roland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa og berjast þeir gegn ranglæti. 

Bókin verður lesin upp fyrir  nemendur og munu þeir vinna verkefni og svara spurningum úr hverjum kafla auk þess að fjalla um boðskap sögunnar.  Höfundur bókarinnar er Friðrik Erlingsson en hann hlaut barnabókaverðlaunin árið 1992 auk þess að fá fleiri viðurkenningar fyrir verkið. Bókin hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góða dóma. Einnig hefur verið gerð kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um heim.