06.10.2022
Þó að hver dagur sé um margt öðrum líkur er hver og einn dagur samt
einstakur því að þá er hægt að stíga fyrstu skrefin í nýja átt. Eftir margs konar
ævintýri á haustdögum er komið að næsta kafla í skólalífinu. Í nýafstöðnum foreldraviðtölum var
farið yfir upphafskaflann og leiðin að næsta áfanga vörðuð.
Lesa meira
06.10.2022
Alllöng hefð er fyrir því að hlaupa skólahlaup að hausti. Oft er reynt að velja
bjartan og góðan haustdag en þó er ekki alltaf gott að sjá slíka daga út af löngu færi.
Þó var afráðið að velja föstudaginn 23.september til hlaupsins í ár og þegar hann rann upp
kom í ljós að hann hentaði einkar vel til útiveru og hlaupa, haustsvali með sólarglennum þegar leið á dag.
Skólahlaupið er hluti af íþróttaviku Evrópu og hét áður Noprræna skólahlaupið. Hlaupið er 10 kílómetrar og
er kapp margra að komast alla leið á sem skemmstum tíma því að eins og allir muna getur verið mun skemmtilegra
að hlaupa en ganga, einkum ef veður er gott.
Lesa meira
22.08.2022
Þriðjudaginn 23. ágúst verður skólasetning kl. 9:00. Viðvera nemenda er til klukkan 12:00. Skólabílar aka. Forráðamenn eru velkomnir með sínum börnum.
Lesa meira
31.05.2022
Nokkuð er um óskila fatnað eftir skólaárið. Endilega nálgist það sem þið kannist við.
Lesa meira
24.05.2022
Í dag, þriðjudag, fóru nemendur í 1. - 4. bekk í skólaferðalag á Hofsós.
Lesa meira
18.05.2022
Það gekk mikið á í heimilisfræðitímum s.l. mánudag en þá græjuðu 6. bekkingar kartöflugarð fyrir Varmahlíðarskóla klárann til niðursetningar, undir öruggri stjórn Sigfríðar heimilisfræðikennara. Í kjölfarið mættu 4. bekkingar og settu niður kartöflurnar. Veðrið var frábært og virtust allir hafa gaman og gott af. Nú er svo bara að bíða og sjá hvernig uppskeran tekst til í sumar!
Lesa meira
17.05.2022
Í dag, 17.maí, voru nemendur í 1. - 4. bekk í útieldun í útikennslutímanum.
Lesa meira
16.05.2022
Við vekjum sérstaka athygli á því að skólaslit verða mánudaginn 30. maí kl. 17:00 í Miðgarði. Þar munu allir nemendur skólans fá afhent vitnisburðarblöð sín og foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni athöfn.
Lesa meira
16.05.2022
Við vekjum sérstaka athygli á því að skólaslit verða mánudaginn 30. maí kl. 17:00 í Miðgarði. Þar munu allir nemendur skólans fá afhent vitnisburðarblöð sín og foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni athöfn.
Þetta er breyting frá því sem áður var áætlað í skóladagatali, skólaslitin eru færð fram um einn dag, með samþykki og í samráði við skólaráð.
Lesa meira