Fréttir

Samráðsdagur

Þriðjudaginn 31.janúar er komið að samráðsdegi foreldra, kennara og nemenda. Þar verður farið yfir námsmat, námsstöðu og horft fram á veginn. Gert er ráð fyrir 15 mínútna samtali. Undanfarin misseri hafa þessi samtöl flest farið fram í gegnum fjarfundabúnað af einhverju tagi en þess er óskað að þau fari nú fram í skólanum.Þann dag verður 9.bekkur með vöfflusölu frá kl. 10-14 og verður því hægt að staldra við og ræða um daginn og veginn yfir kaffi. Vafflan verður seld á 500 krónur. Skráning verður með hefðbundnu sniði í gegnum Mentor og verður póstur sendur fljótlega til áminningar.
Lesa meira

Dósasöfnun

Nemendur 10. bekkjar munu fara um sveitina í næstu viku, koma við bæjum og safna dósum í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð sína.
Lesa meira

Ljósadagur

Í dag, 12. janúar er Ljósadagur í Skagafirði.
Lesa meira

Danssýning og jólabingó

Í gær, fimmtudag, var haldin danssýning í íþróttahúsinu.
Lesa meira

Danssýning og bingó

Næstkomandi fimmtudag verður danssýning og bingó í Varmahlíðarskóla. Danssýningin hefst kl. 14:10 í íþróttahúsi en nemendur sýna þá afrakstur danskennslu þessarar viku. Eftir sýninguna verður kaffisala í matsal skólans. Kl. 16:00 hefst bingó 10.bekkjar, í boði eru veglegir vinningar sem nemendur hafa haft veg og vanda að safna.
Lesa meira

Hnoðri í norðri

Ævintýri á aðventu
Lesa meira