Til hamingju með 1. sætið!

Vá, hvað Skólahreysti var spennandi og lítill munur á milli skólanna. Fólk sat spennt við sjónvarpsskjáinn með öndina í hálsinum og spennistigið í hámarki við áhorfið. Okkar keppendum gekk afar vel og fyrir hraðabrautina vorum við efst með 26,5 stig, bara einu heilu stigi á eftir næsta skóla. Hraðabrautin var gríðarlega spennandi og ljóst að ekki mátti miklu muna stigalega séð á milli skólanna. Svo kom í ljós við verðlaunaafhendingu að við urðum í 2. sæti en viti menn, allt getur gerst: eftir endurtalningu refsistiga í hraðabrautinni kom í ljós að Varmahlíðarskóli vann riðilinn sinn. Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur, þið stóðuð ykkur öll alveg rosalega vel.