Fréttir

Skólasetning og fyrsti skóladagur

Fimmtudaginn 26. ágúst er skólasetning og jafnframt fyrsti skóladagur skólaársins. Nemendur mæta kl. 9:00 í skólann og skóladagur er til kl. 12.00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan er önnur dagskrá hjá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Skólaárinu 2020-2021 er nú senn að ljúka. Nemendur komnir í sumarleyfi og starfsfólk vinnur þessa daga að frágangi og undirbúningi. Skólaráð og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólárs
Lesa meira

Innritun í 1. bekk Varmahlíðarskóla

Innritun nemenda í 1. bekk Varmahlíðarskóla skólaárið 2021-2022 er hafin (börn fædd 2015).
Lesa meira

Laus störf í Varmahlíðarskóla

Við leitum að starfsólki fyrir komandi skólaár. Laus störf eru auglýst á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir laus störf.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í skólahreysti 2021

Það er gleðiefni að okkar frábæri skólahreystihópur er kominn í úrslit í skólahreysti 2021. Nú er lokið öllum undanriðlum í skólahreysti 2021 og er Varmahlíðarskóli búinn að tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum sem haldin verða í Laugardalshöll 29. maí. Í undankeppninni í ár tóku þátt hátt í 80 skólar og er þetta 5 árið í röð sem skólinn tryggir sér miða í úrslitakeppnina. Erum við afar stolt og ánægð með árangur krakkanna en þau eru búin að leggja mikið á sig á æfingum vetrarins undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara. Við bíðum spennt eftir úrslitakeppninni. Áfram Varmahlíðarskóli!
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf

Skólastarf verður hefðbundið í Varmahlíðarskóla frá og með morgundeginum, mánudegi 17. maí. Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra í gær var ákveðið að framlengja ekki tímabundnar sóttvarnaraðgerðir í Skagafirði. Engar takmarkanir eru settar á skólahald og því er okkur ekkert til fyrirstöðu að halda áformum okkar og vonum um að skólastarf geti verið sem eðlilegast þessa síðustu daga skólaársins. Það skal þó áréttað að full ástæða er til að fara gætilega, ef minnstu einkenni gera vart við sig á ekki að mæta í skólann, heldur panta sýnatöku á heilsuvera.is eða með því að hringja á heilsugæsluna og útiloka minnsta grun um smit. Förum varlega og gætum vel að sóttvörnum.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppin - 4. bekkur

Litla upplestarkeppnin fór fram í dag hjá 4. bekk. Nemendur stóðu sig allir með prýði. Vegna samkomutakmarkanna var brugðið á það ráð að streyma keppninni til foreldra. Áhorfendur í sal voru 1.-3. bekkur auk nokkurra starfsmanna.
Lesa meira

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla keppir í kvöld kl. 20 - sýnt á RÚV

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla tekur þátt í undankeppni Skólahreysti 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20:00. Undankeppnir Skólahreysti verða í beinni útsendingu á RÚV og því miður engir áhorfendur. ÁFRAM VARMAHLÍÐARSKÓLI!!! Bein útsending kl. 20:00 á RÚV, þriðjudaginn 4. maí.
Lesa meira