Upp er runninn öskudagur

Eftir langa bið rann öskudagurinn loks upp og var hann bjartur og fagur eins og stundum.Margs konar búningar voru dregnir fram en engir sáust þó jólasveinar, enda þótt stundum sé sungið um þá á þessum degi. Eftir kennslu að morgni var haldið í gönguferð um Varmahlíð. Nokkrir staðir heimsóttir og voru nemendur leystir út með góðgæti þegar þeir héldu til næsta áfangastaðar.Eftir hádegismat fengu yngri nemendur að slá köttinn úr tunnunni en hinir eldri skemmtu sér við aðra leiki.