Fréttir

Styttri skóladagur í dag vegna hvassviðris og veðurviðvörunar

Vegna versnandi veðurs og appelsínugulrar viðvörunar, þá lýkur skóla kl. 12:00 í dag. Nemendur borða hádegismat áður en haldið er heim. Frístund verður opin fyrir skráð börn.
Lesa meira

Árshátíð 8. - 10. bekkjar frestað um sinn

Vegna veikinda hefur árshátíð unglingadeildar verið frestað um óákveðinn tíma. Það er þó mikill hugur í nemendum og starfsfólki að blása til veglegrar sýningar og mun tímasetning verða ráðin á næstunni. Í þetta sinnið er það hin íslenska klassík, Með allt á hreinu, sem nemendur munu sýna. Við hvetjum alla að fylgjast með fréttum af nýrri tímasetningu!
Lesa meira

Nemendum fyrsta bekkjar færð endurskinsvesti

Í dag fengum við góða heimsókn. Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Hannes Ingi Másson lögreglumaður komu færandi hendi með endurskinsvesti sem þeir færðu öllum nemendum 1. bekkjar. Gjöfin er frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS, Vátryggingafélagi Íslands. Í fyrra færðu þessir sömu aðilar öllum nemendum í 1.-6. bekk endurskinsvesti og því var þessi viðbót kærkomin. Í heimsókninni ræddu þeir við nemendur 1.-4. bekkjar um mikilvægi þess að nota endurskinsvestin, sérstaklega í skammdeginu þegar mörg þeirra ganga niður á veg og bíða í myrkri eftir skólabíl. Varmahlíðarskóli þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS kærlega fyrir gjöfina.
Lesa meira

Laust starf í stuðningi

Óskum stuðningsfulltrúa eða starfsmanni í skóla með stuðningi í tímabundið starf.
Lesa meira

Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Á morgun, mánudaginn 7. febrúar, verður ekki skólahald í Varmahlíðarskóla vegna veðurs og líka lokuð frístund. Veðurútlit er mjög slæmt og appelsínugul viðvörun í gildi fyrir okkar svæði. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðulandi vestra hvetur fólk til að halda sig sem mest heima á meðan veður gengur yfir eins og sjá má í tilkynningu frá Aðgerðarstjórn almannavarna á facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Útikennslutími 1. febrúar 2022

Búa til fána í snjónum.
Lesa meira

Fundargerðir nemendaráðs á síðunni

Nú eru fundargerðir nemendaráðs orðnar aðgengilegar á heimasíðu skólans en á síðasta fundi var ákvörðun þess efnis tekin.
Lesa meira

Skipulagsdagur 3. janúar

Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í Varmahlíðarskóla. Það er mikilvægt að starfsfólk fái svigrúm og tækifæri til að meta stöðuna og undirbúa skólahald í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu vegna covid-19. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundatöflu á þriðjudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Jólakveðja Varmahlíðarskóla

Við sendum nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og góðar samverustundir um hátíðarnar. Vonandi slæðast spennandi bækur með í jólapakka, bæði til barna og fullorðinna. Við hvetjum alla til að lesa sem mest í jólafríinu og minnum á að lestraruppeldi skiptir höfuðmáli fyrir ánægju og notagildi lestrar. Bestu þakkir fyrir gott og gjöfult samstarf á árinu sem er að líða. Það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi skólasamfélagsins og samhug. Starfsfólk skólans á sannarlega skilið hrós fyrir þrautseigju og lausnamiðað starf á árinu. Vonandi færir nýja árið 2022 okkur öllum bjartari tíma! Við hlökkum til að sjá alla nemendur í skólanum að loknu jólaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 3. janúar.
Lesa meira

Kakóferð á Hótel Varmahlíð

Nemendur í 1.-4.bekk lögðu land undir fót og fór í gönguferð niður á Hótel Varmahlið þar sem við þáðum veitingar af staðarhöldurum.
Lesa meira