Skólasetning

Miðvikudaginn 23. ágúst er skólasetning í Varmahlíðarskóla. Nemendur mæta í setustofu kl 9:00. Að setningu lokinni verður léttur morgunverður. Nemendur verða hjá umsjónarkennara fram að hádegismat. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eru skertir dagar, skólahaldi lýkur kl. 12:00. Skertu dagarnir eru heilsueflandi dagar. 9.-10. árgangur fara í Hildarsel í Austurdal, 8. árgangur verður í Vatnaskógi í fermingarbúðum og 1.-7. árg fara í alls konar skemmtilega hreyfingu. Mánudaginn 28. ágúst er kennsla samkvæmt stundaskrá. 

Foreldrar/forsjáraðilar eru hjartanlega velkomnir á skólasetninguna.

Við hlökkum til að taka á móti nemendum n.k. miðvikudag. 

Með ósk um farsælt samstarf í vetur.

Starfsfólk Varmahlíðarskóla.