Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta hefur síðastliðin 10 ár sett upp barnaleikrit víða um land. Í ár eru þau að setja upp leikritið Gilitrutt þar sem fléttast saman margar sögur t.d. Dýrin í Hálsaskógi, Mjallhvít og fleiri. Þessa dagana er leikhópurinn á ferðinni um landsbyggðina og komu þau til okkar í dag. Nemendur í 1.-4. bekk og leikskólahópurinn komu í setustofuna og horfðu á sýninguna. Allir skemmtu sér konunglega.