Örnafnaverkefni yngsta stig

Nemendur söfnuðu örnefnum heima hjá sér og í nágrenni í heimavinnu. Í skólanum unnum við síðan með kort af Skagafirði og nemendur settu örnefnin á rétta staði. Endirinn á þessu verkefni var svo gönguferð upp á Reykjarhól þar sem nemendur unnu í hópum við að finna örnefni á útsýnisskífunum, unnu með áttirnar og fleira skemmtilegt. Það var reyndar smá þoka sem byrgði okkur sýn í en við létum það ekki á okkur fá. Skemmtilegt verkefni sem vakti mikinn áhuga hjá nemendum um nærumhverfið okkar.