Aðstoðarskólastjóri

Nína Ýr Nielsen verður ráðin aðstoðarskólastjóri frá hausti og til áramóta. Á því tímabili verður Trostan Agnarsson skólastjóri í fæðingarorlofi og leysir Kristvina Gísladóttir hann af.

Nína hefur langa kennslureynslu. Hefur kennt í Árskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla. Þar hefur hún verið aðstoðarskólastjóri og er nú starfandi skólastjóri þar. Hún hefur fjölþætta reynslu af margs konar verkefnastjórnun, innleiðingu á nýtingu á tækni í skólastarfi, og samþættingu námsgreina svo að fátt eitt sé nefnt.