Myndlistarsýning Varmahlíðarskóla

Fimmtudaginn 27.apríl næstkomandi verður opnuð sýning á verkum nemenda í Miðgarði. Dagskráin hefst kl 14:30  og verður sýningin opin alla sæluvikuna. Nemendur velja verk á sýninguna í samráði við myndmenntakennarann Írisi Olgu Lúðvíksdóttur sem hefur yfirumsjón með sýningunni. Á sýningunni gefst gott tækifæri til þess að rýna í margs konar aðferðir í myndbyggingu og litanotkun til þess að tjá viðbrögð við daglegum veruleika ungmenna og framtíðarsýn þeirra sem erfa munu land.