Skólahreysti

Þegar líður að vori er skólahreysti einn af föstu punktunum. Þar er keppni margra skóla í greinum sem reyna á styrk og hreysti eins og nafnið bendir til. Eflaust hafa margir látið sig dreyma um að keppa fyrir hönd skólans og jafnvel séð sig í anda setja Íslandsmet.  Margir eru til kvaddir en fáir útvaldir  en lið skólans sem keppir í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudaginn 26.apríl næstkomandi er svo skipað:

Daníel Smári Sveinsson og Arndís Katla Óskarsdóttir (hraðaþraut), 

Kolbeinn Maron L. Bjarnason og Heiðrún Erla Stefánsdóttir (hreystiþrautir), 

Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Eiríkur Jón Eiríksson (varamenn).