Litla-upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 27.apríl verður litla-upplestarkeppnin og hefst hún kl 13:30.Sú keppni er haldin fyrir nemendur í 4.bekk og er eins konar undanfari þeirrar sem er á dagskrá fyrir nemendur í 7.bekk. Hugmyndafræðin er sú sama, þ.e. að nemendur fái færi á að lesa fallega upp, að standa virðulega og að geta lesið fjölbreytilega texta. Þarna hafa nemendur félagastuðning og lesa jafnan í hóp. Samkomunni lýkur jafnan á því að gestir þiggja veitingar sem lesarar hafa undirbúið.