19.01.2024
Nemendur voru hvattir til lesturs í jólafríinu. Þau skiluðu þar til gerðu blaði með staðfestingu á lestri. Dregið var úr jólalestrinum í dag og hlutu nemendurnir bækur í verðlaun. Verðlaunahafar eru Edda Björg, Marta Fanney og Hólmar Kári. Til hamingju krakkar!
Lesa meira
18.01.2024
Sameiginleg stöðvavinna var í dag, fimmtudag, hjá nemendum á yngsta stigi og skólahóp leikskólans.
Lesa meira
07.01.2024
Já, það styttist í að nemendur í 8.-10. bekk sýni söngleikinn Grease á sviði Miðgarðs. N.k. föstudag kl. 19:30 hefst sýningin og í kjölfarið er veislukaffi í skólanum. Unglingaball 10. bekkinga verður í Miðgarði til kl. 23:00 en það er plötusnúðurinn Háski sem þeytir skífur.
Lesa meira
04.01.2024
Gaman saman er verkefni sem 1. bekkur í Varmahlíðarskóla vinnur með skólahóp á leikskólanum Birkilundi. Alla fimmtudaga hittast þessir hópar og vinna verkefni saman. Skólarnir eru heimsóttir á víxl og í dag var skólahópur hjá okkur og verkefni dagsins var Osmo. Góð samvinna er milli hópanna og dýrmæt vinátta sem hefur myndast.
Lesa meira