Fréttir

Gaman saman heimsókn

Fimmtudaginn 30.september kom skólahópur í heimsókn til nemenda í 1. og 2.bekk.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst í dag

Skólahaldi Varmahlíðarskóla er aflýst í dag, þriðjudaginn 28. september, vegna versnandi veðurs og óvissuástands.
Lesa meira

Haustfundir foreldra á miðvikudag

Haustfundir verða miðvikudaginn 22. september kl. 15:00-16:00 í Varmahlíðarskóla. Haustfundir fyrir foreldra eru kynningarfundir ætlaðir foreldrum og forsjáraðilum allra nemenda. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í námshópnum. Árangursríkt skólastarf byggir á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla. Við vonumst til að sjá fulltrúa allra nemenda á fundinum því samstarf okkar er lykilatriði í að stuðla að jákvæðum árangri og velferð hvers nemanda. Fyrirkomulag fundar er þannig að fyrst er stuttur sameiginlegur fundur allra. Síðan taka við stigskiptir fundir þar sem umsjónarkennarar fara nánar yfir markmið og áherslur í námi, samvinnu, samskiptum og menningu sinna aldurshópa. Þá er gert ráð fyrir að foreldrum gefist tækifæri til að fara á milli hópa til að hitta umsjónarkennara sinna barna ef um systkini er að ræða.
Lesa meira

Skólasetning og fyrsti skóladagur

Fimmtudaginn 26. ágúst er skólasetning og jafnframt fyrsti skóladagur skólaársins. Nemendur mæta kl. 9:00 í skólann og skóladagur er til kl. 12.00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan er önnur dagskrá hjá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Skólaárinu 2020-2021 er nú senn að ljúka. Nemendur komnir í sumarleyfi og starfsfólk vinnur þessa daga að frágangi og undirbúningi. Skólaráð og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólárs
Lesa meira

Innritun í 1. bekk Varmahlíðarskóla

Innritun nemenda í 1. bekk Varmahlíðarskóla skólaárið 2021-2022 er hafin (börn fædd 2015).
Lesa meira

Laus störf í Varmahlíðarskóla

Við leitum að starfsólki fyrir komandi skólaár. Laus störf eru auglýst á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir laus störf.
Lesa meira