05.09.2023
Nemendur í 3. og 4. bekk fóru út í dag og mældu ýmislegt sem leyndist á skólalóðinni, t.d. tré, greinar, hellur, körfubolta, körfuboltastangir og margt fleira. Til mælinganna notuðu nemendur málband og skrifuðu niður á blað hvað var mælt og hversu langt það var.
Lesa meira
30.08.2023
Nú er búið að skrúbba sundlaugina fyrir veturinn og þar opnar aftur í fyrramálið. Þeir nemendur sem eru með sund í stundaskrá á morgun, fimmtudag 31. ágúst, taki með sér sundfatnað og því sem tilheyrir.
Lesa meira
25.08.2023
https://www.feykir.is/is/frettir/skolarnir-byrja
Tökum undir sem fram kemur í fréttinni - minnum ökumenn á að keyra varlega hjá skólanum en einnig framhjá bæjum því nú bíða nemendur okkar eftir skólabílunum í vegkantinum.
Lesa meira
24.08.2023
9.-10. b eru farnir af stað í Hildarsel. Heimafólk á Bústöðum bauð þeim til veislu, vöfflur og kakó. Við kunnum heimafólki miklar þakkir fyrir móttökurnar.
Lesa meira
24.08.2023
Hreyfidagarnir fara afar vel af stað. Kajak, loftboltar, golf og fleira í boði.
Lesa meira
21.08.2023
Miðvikudaginn 23. ágúst er skólasetning í Varmahlíðarskóla. Nemendur mæta í setustofu kl 9:00. Að setningu lokinni verður léttur morgunverður.
Lesa meira
21.05.2023
Þessi geta aldeilis verið ánægð með sig. Enduðu í 5. sæti í æsispennandi keppni. Aðeins munaði einu stigi á þeim og 3. sæti. Þess má geta að þetta er í 10. sinn sem skólinn kemst í úrslit og sjöunda árið í röð. Til hamingju Lína og Skólahreystilið Varmahlíðarskóla!!!
Lesa meira