Fréttir

Haustfundir-námsefniskynningar

Þriðjudaginn 1.nóvember verða haustfundir skólans. Dagskrá: 14-14:30 kynning VA arkitekta á teikningum breytts skóla. 14:30-15:00 kynningarfundur yngsta stigs 15:00-15:30 kynningarfundur miðstigs 15:30-16:00 kynningarfundur unglingastigs Á fundunum verður fjallað um námsefni, áherslur og horfur Á milli funda gefst færi á að setjast niður í matsal, fá sér kaffi og ræða málin.
Lesa meira

Fyrri heimsstyrjöldin

Eitt af því sem nemendur fást við á skólagöngu sinni er að læra um liðna atburði. Sumir atburðir virðast hafa meiri áhrif en aðrir á veraldarsöguna og má jafnvel segja að þeir hafi breytt gangi sögunnar eða í það minnsta haft áhrif á það hvernig líf þróast í heimsbyggðinni. Þó að kannski sé hæpið að tala um fyrri heimsstyrjöldina sem atburð, þar sem hún stóð alllengi, má segja að á meðan á henni stóð hafi margt breyst og ekki síður eftir hana. Nemendur í 9.bekk hafa að undanförnu fræðst um þetta tímabil og eru að vinna að því að vinna verkefni sem á að sýna hvernig var að vera á vettvangi og taka þátt. Hver og einn kemst að sinni niðurstöðu um tímabilið og leggur mat á áhrif hverrar manneskju á samtíma sinn. Þessi fjarlægu en þó sínálægu tímabil er hægt að skoða úr fjarska og að sjá að þeir sem að koma hafa ólík hlutverk og ólík og jafnvel ósamrýmanleg sjónarmið og getur það orðið til þess að allt breytist á svipstundu og verður aldrei aftur samt.
Lesa meira

En nú falla öll vötn til Dýrafjarðar

Fljótlega eftir að starfið fór af stað í haust lögðu nemendur 9.bekkjar upp í ferðalag og hittu fyrir Haukdæli, Gísla og Þorkel Súrssyni, Þórdísi systur þeirra, Auði konu Gísla og Véstein bróður hennar svo að nefnd séu nokkur nöfn. Farið var um Barðaströnd og Dýrafjörð, í Geirþjófsfjörð og út í Hergilsey á Breiðafirði svo að nefndir séu nokkrir staðir sem máli skipta í sögunni. Var ferðin hin fróðlegasta og var samróma álit ferðalanga að fátt hefði breyst í mannlegu eðli á þeim árum sem liðnir eru frá atburðunum og gerðu nemendur áfangaskýrslur um upplifun sína af ferðinni og gerðu þar grein fyrir því áhugaverðasta og eftirtektarverðasta sem þeir tóku eftir um mannlegt eðli, hefnd, réttlæti og ástina sem eru algeng stef á flestum tímum. Ferðalagið sjálft fór reyndar fram í kennslustofunni en þaðan er hægt að komast langt með lestri, umræðum og einnig getur verið heillandi að sjá Gísla og félaga eins og valið var að láta þá birtast í Útlaganum.
Lesa meira

Haustdagar á Laugarvatni

Á Laugarvatni rekur UMFÍ ungmennabúðir og býðst 9.bekkingum að fara þangað og dvelja eina viku við leik og störf. Þar hittast u.þ.b. 80-90 nemendur úr nokkrum skólum og takast á við margs konar verkefni sem reyna á kjark og þor og samhliða gefst færi á því að víkka sjóndeildarhringinn og að kynnast nýju fólki sem hefur önnur og ólík sjónarmið. Til þess að nemendur kynnist sem mest er mikið um hópastarf og er blöndun úr skólum markviss og í frjálsum tíma fá nemendur gott færi til að ræða málin því að tölvur og símar glepja ekki á þessum stað því að í búðunum má ekki nýta slíka tækni. Þegar hugsað er um aðra viku októbermánaðar lifir minning um góða daga og ungmennafélagsanda.
Lesa meira

Útikennsla - snjóhúsagerð

Það er alltaf gleði og gaman hjá ungu kynslóðinni þegar fyrsti snjórinn kemur, þó að þeir fullorðnu séu ekki alveg eins glaðir.
Lesa meira

Fyrstu skrefin

Þó að hver dagur sé um margt öðrum líkur er hver og einn dagur samt einstakur því að þá er hægt að stíga fyrstu skrefin í nýja átt. Eftir margs konar ævintýri á haustdögum er komið að næsta kafla í skólalífinu. Í nýafstöðnum foreldraviðtölum var farið yfir upphafskaflann og leiðin að næsta áfanga vörðuð.
Lesa meira

Skólahlaup

Alllöng hefð er fyrir því að hlaupa skólahlaup að hausti. Oft er reynt að velja bjartan og góðan haustdag en þó er ekki alltaf gott að sjá slíka daga út af löngu færi. Þó var afráðið að velja föstudaginn 23.september til hlaupsins í ár og þegar hann rann upp kom í ljós að hann hentaði einkar vel til útiveru og hlaupa, haustsvali með sólarglennum þegar leið á dag. Skólahlaupið er hluti af íþróttaviku Evrópu og hét áður Noprræna skólahlaupið. Hlaupið er 10 kílómetrar og er kapp margra að komast alla leið á sem skemmstum tíma því að eins og allir muna getur verið mun skemmtilegra að hlaupa en ganga, einkum ef veður er gott.
Lesa meira

Skólasetning 23. ágúst

Þriðjudaginn 23. ágúst verður skólasetning kl. 9:00. Viðvera nemenda er til klukkan 12:00. Skólabílar aka. Forráðamenn eru velkomnir með sínum börnum.
Lesa meira

Óskilamunir eftir skólaárið

Nokkuð er um óskila fatnað eftir skólaárið. Endilega nálgist það sem þið kannist við.
Lesa meira