Fréttir

Hefðbundið skólastarf í maí

Frá 4. maí verður hefðbundið skólastarf í Varmahlíðarskóla. Skóladagar í maí verða samkvæmt stundaskrá hjá öllum námshópum með vorívafi eins og vant er. Kennarar senda nánari vordagskrá síðar. Mötuneytið mun starfa í maí og boðið upp á bæði morgunmat og hádegismat. Nestistímanum er þar með lokið. Matseðill maímánaðar er kominn á vefinn. Sundkennsla fellur niður í næstu viku vegna viðhaldsvinnu í sundlaug. Mikilvægt að börnin séu klædd eftir veðri, útivera og útiíþróttir verða í vaxandi mæli með hækkandi sól. Kveðja, stjórnendur
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Við sendum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar um leið og við minnum á að á morgun, sumardaginn fyrsta er frí í skólanum og á föstudaginn 24. apríl er starfsdagur samkvæmt skóladagatali. Þann dag er einnig frí hjá nemendum. Síðasta vika aprílmánaðar verður með skertu skólahaldi líkt og síðustu daga í samkomubanni. Hefðbundið skólastarf hefst að nýju 4. maí með kennslu samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Frá umboðsmanni barna

Í starfi umboðsmanns barna er skýr áhersla lögð á 12. gr. Barnasáttmálans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna. Við lifum á sögulegum tímum þar sem ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar þess faraldurs sem nú stendur yfir. Umboðsmaður barna vill gjarnan heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum.
Lesa meira

Páskakveðja

Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir kærar páskakveðjur nemenda og foreldra. Vonandi njótið þið frídaganna með ykkar nánustu og gerið eitthvað skemmtilegt heima við.
Lesa meira

Skólastarf á veirutímum

Í dag tókum við stjórnendur stutta fjarfundi með kennurum hvers stigs fyrir sig og fórum yfir hvernig kennslu er háttað. Segja má að kennarar séu almennt ánægðir hvernig til hefur tekist þessa daga sem liðnir eru. Auðvitað eru áherslur ólíkar eftir aldri nemenda.
Lesa meira

Hvatning frá heimilisfræðikennara

Á skertum skóladögum er tilvalið að bretta upp ermar og taka til við heimilisstörfin. Eflaust eru margir nemendur duglegir að hjálpa til heima en hér kemur frekari hvatning frá Bryndísi heimilisfræðikennara. Hún sendir ykkur hér tvær uppskriftir. Aðra af pizzu og hina af Bjössabollum. Góða skemmtun og verði ykkur að góðu.
Lesa meira

Samkomubann og börn

Almannavarnir hafa sett fram sérstök tilmæli varðandi samkomubann og börn.
Lesa meira

Fyrstu skóladagarnir í samkomubanni

Fyrstu þrjá skóladaga í samkomubanni hefur verið afskaplega áhugavert að fylgjast með kennslu í Varmahlíðarskóla við gjörbreyttar aðstæður. Gróskan í kennsluháttum er mikil og má þar nefna að nemendur og kennari sem nú eru heima í fjarvinnu taka virkan þátt í skólastarfinu með hjálp tækninnar m.a. með myndsamtölum. Það virðist sem samstaða sé afskaplega góð bæði meðal skólafólks og foreldra. Allir eru að leggjast á eitt við að láta þetta ganga sem best. Fyrir það er vert að þakka.
Lesa meira

Íþróttahúsið í Varmahlíð lokað

Íþróttahúsið í Varmahlíð verður lokað tímabundið meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugin verður opin en lokað í rennibrautina, gufubaðið og kalda karið.
Lesa meira

Skólastarf næstu daga á tíma samkomubanns

Á starfsdegi var skólastarf næstu daga og vikna skipulagt við þær sérstöku aðstæður sem nú eru í samfélaginu. Ekki verður unnt að halda uppi hefðbundnu skólastarfi en út frá núverandi tilmælum um skólastarf og ráðleggingum landlæknis hefur starfinu verið sett umgjörð næstu daga og vonandi vikur.
Lesa meira