Café Danmark er verkefni í dönsku sem nemendur í 10. bekk voru að vinna að. Verkefnið gekk út á að kynnast danskri menningu og unnu þau í hópum og kynntu sér menningu, borgir og fleira. Að loknu verkefni settu þau á laggirnar danskt kaffihús og buðu fjölskyldum sínum að koma. Til að byrja með kynnti hver hópur sitt efni og að lokum var öllum boðið upp á veitingar. Nemendur höfðu útbúið smörrebröd, smjördeigshorn, saft og kaffi. Afar góð stund og runnu veitingarnar ljúflega niður.