Draumaskólalóðin okkar

Fátt er skemmtilegra en að fá að leika sér í góðum félagsskap. Reyndar getur verið enn skemmtilegra að leika sér ef aðstaðan er góð. Nemendur í 5.-7. bekk fengu það hópverkefni að hanna draumaskólalóð og lauk því verkefni með kynningu fyrir foreldra. Hver hópur hafði gert teikningu af svæðinu og sagði í dag frá þeim tækjum sem hvað skemmtilegast væri að hafa á svæðinu. Eftir kynninguna voru umræður og vangaveltur um málið og vildi svo vel til að nemendur buðu sveitarstjóra, auk þess sem  fulltrúi í sveitarstjórn mætti sem foreldri. Hugmyndunum var almennt fagnað, enda flestir sammála um mikilvægi þess að hafa gott leiksvæði sem mög tækifæri til þess að njóta daganna með góðu fólki. 

Hér eru fleiri myndir, þ.á. m. af teikningum nemenda og sjálfum kynningunum.