Risastórar smásögur

Á dögunum vann Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir, nemandi í 6.bekk, til verðlauna í smásagnasamkeppni Sagna.

Sagan mun birtast á rafrænu formi í Risastórum smásögum eftir hátíðardagskrá sem verður á RÚV laugardaginn 8. júní. 

Menntamálastofnun gefur bókina út og Bókmenntaborgin UNESCO ætlar að láta prenta hana handa verðlaunahöfunum sem fá allir eitt eintak fyrir sjálfa sig og annað til að gefa skólabókasafninu sínu.

Sagan var lesin fyrir nemendur í 6. og 7. bekk á dögunum.

Við óskum Kolbrá Sigrúnu innilega til hamingju með söguna og verðlaunin.