06.05.2022
Nemendur í 8. og 9. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust nokkuð margir nemendur áfram í aðra umferð úr báðum bekkjum. Í þriðju og síðustu umferðina komust um 160 nemendur af rúmlega 4000 nemendum sem tóku þátt í keppninni og áttum við þar einn nemanda hann Daníel Smára Sveinsson sem stóð sig mjög vel.
Lesa meira
04.05.2022
Skólahreystilið Varmahlíðarskóla er á leiðinni til Akureyrar. Það er nefnilega komið að því að keppa í skólahreysti. Loksins mega gestir fylgja með í höllina og því fór dygg stuðningssveit unglingastigs Varmahlíðarskóla með til að hvetja sitt fólk til dáða. Það er spenna og það er gríðarleg eftirvænting. Krakkarnir hafa æft stíft og lagt mikið á sig undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara.
Varmahlíðarskóli er í 6. riðli, kl. 17:00 í dag á Akureyri. Keppnin er í beinni útsendingu á RÚV. Með okkur í riðli er Árskóli, Borgarhólsskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Húnavallaskóli og Oddeyrarskóli. Einkennislitur okkar er grænn eins og svo oft áður.
Skólahreystilið 2022 skipa: Arndís Katla Óskarsdóttir, Hákon Kolka Gíslason, Ronja Guðrún Kristjánsdóttir og Trausti Ingólfsson. Til vara eru: Ísak Agnarsson og Bríet Bergdís Stefánsdóttir.
Við óskum liðinu góðs gengis, fylgist endilega með á RÚV kl. 17:00 og áfram Varmahlíðarskóli!!!
Lesa meira
27.04.2022
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í Skagafirði fór fram í gær við hátíðlega athöfn. Keppnin var haldin í bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Að sögn Þórðar Helgasonar, formanns dómnefndar, var keppnin jöfn og verkefni dómara margslungið. Niðurstaðan var sú að Iðunn Kolka Gísladóttir, nemandi Varmahlíðarskóla hreppti fyrsta sætið.
Lesa meira
26.04.2022
Föstudaginn 8. apríl var upplestrarhátíð haldin í Varmahlíðarskóla, þar sem nemendur í 7. bekk lásu upp ljóð og sögubrot. Foreldrum var boðið til hátíðarinnar og nemendum í 6. bekk.
Lokahátíðin fer fram í dag, 26. apríl kl. 17:00, í bóknámshúsi FNV og óskum við okkar fulltrúum góðs gengis.
Lesa meira
22.04.2022
Er vortiltekt framundan? Þarftu endilega að losna við flöskur og dósir?
Heppnin er með þér - 10. bekkur Varmahlíðarskóla verður á ferðinni á næstu dögum að safna flöskum fyrir útskriftarferð sína til Danmerkur.
Takið vel á móti þeim.
Lesa meira
20.04.2022
Það liggja fyrir drög að skóladagatali Varmahlíðarskóla fyrir næstkomandi skólaár. Skóladagatalið hefur verið til umfjöllunar í starfsmannahópi og með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins í skólaráði. Samkvæmt ákvörðun skólaráðs var ákveðið að birta drögin en framundan er að fjallað verður um skóladagatalið á næsta fundi skólaráðs í lok mánaðar og það síðan lagt fyrir ráðið til endanlegrar samþykktar.
Lesa meira
05.04.2022
Í dag, þriðjudag 5.apríl, voru nemendur í 1. og 2.bekk að búa til beinagrind í útikennslutímanum.
Lesa meira
05.04.2022
Í vikunni samþættum við stærðfræði og forritun hjá nemendum í 1. og 2.bekk.
Lesa meira
04.04.2022
Árshátíð 8.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin hátíðleg í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 19:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Nemendur sýna söngleikinn Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson og Stuðmenn.
Að lokinni leiksýningu verður unglingaball, þar sem hljómsveitin Ástarpungarnir sér um stuðið!
Nemendur Árskóla og GaV geta nýtt frístundastrætó á sýningu og ball. Skráning gegnum Nóra, frekari upplýsingar á facebook síðu Húss frítímans.
Lesa meira