Fréttir

Gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í morgun. Að þessu sinni var ákveðið að hafa ekki hefðbundin pakkaskipti og þess í stað lagt til að við sem í skólanum störfum, bæði starfsfólk og nemendur, létum gott af okkur leiða með söfnun til góðgerðarmála.
Lesa meira

Varmahlíðarskóla afhent gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum

Í gær var Varmahlíðarskóla færð gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum. Skólinn fékk afhentan þrívíddarprentara af gerðinni MakerBot Replicator+ ásamt skanna og þrívíddarforritunum MakerBot Print og MakerBot Mobile. Tækin eru af nýjustu gerð.
Lesa meira

Dagbókin mín, gjöf til 4. bekkjar frá Lilju

Lilja Gunnlaugsdóttir gaf nýverið út bókina Dagbókin mín og ákvað að færa öllum nemendum 4. bekkjar, í grunnskólum Skagafjarðar, bókina að gjöf.
Lesa meira

Piparkökuhúsasamkeppni 2020

Bökun piparkökuhúsa hefur verið árlegur viðburður í Varmahlíðarskóla í allmörg ár, það var eins í ár en með smá beyttu sniði. Vegna aðstæðna var vinnan núna sett upp í valgreinalotu og fengu nemendur í 8., 9. og 10. bekk að velja um að taka þátt.
Lesa meira

Forritunarkennsla á yngsta stigi

Síðastliðna daga hefur Álfhildur Leifsdóttir forritunarkennari verið með forritunarkennslu á yngsta stigi við mikinn fögnuð nemenda.
Lesa meira

Ekki skóli í dag vegna veðurs og ófærðar

Skóla er aflýst í dag, 3. desember, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Laust starf skólaliða

Í Varmahlíðarskóla er laust 80% starf skólaliða frá byrjun janúar og út maí 2021. Hefur þú áhuga á starfi með börnum? Viltu starfa með okkur?
Lesa meira

Jólaljós og aðventa

Það er orðin hefð fyrir því í Varmahlíðarskóla, við upphaf aðventu, að allir nemendur og starfsfólk fari út, telji niður og tendri jólaljós á trénu við skólann. Á sömu stundu er kveikt á ártali og stjörnu á Reykjarhólnum. Ljósin voru tendruð í dag og stundin var notaleg þrátt fyrir að við mættum ekki safnast öll saman í einn hóp vegna sóttvarnarráðstafana.
Lesa meira

Náttfatadagur

Miðvikudaginn 25.nóvember var náttfatadagur og stöðvavinna hjá 1.-4.bekk.
Lesa meira

Jólatré sótt í Reykjarhólsskóg

Í morgun fóru nemendur 4. bekkjar í skógarferð í Reykjarhólsskóg ásamt kennara, húsverði og stuðningsfulltrúa. Erindið var að fella og sækja jólatré sem prýða mun stétt skólans á aðventu.
Lesa meira