Afmæli Varmahlíðarskóla

Á næsta skólaári verður Varmahlíðarskóli 50 ára. Af því tilefni er áætlað að efna til afmælishátíðar. Okkur langar að biðla til fyrrverandi nemenda og starfsfólks sem hefur tök eða áhuga á að veita okkur liðsinni. Okkur langar að setja upp sýningu með munum sem unnir hafa verið í skólanum gegnum tíðina eins og smíða- og hannyrðagripi. Einnig væri gaman ef einhverjir lumuðu á ljósmyndum sem þeir væru til í að lána okkur. Svo óskum við eftir fyrrverandi nemendum og starfsmönnum sem væru til í að koma í viðtöl varðandi veru sína í skólanum. Áhugasamir hafi samband á varmahlidarkoli@varmahlidarskoli.is