Fréttir

Þorrablót og gömlufatadagur

Miðvikudaginn 25. janúar var þorrablót og gömlufatadagur.
Lesa meira

Íþróttafélagið Smári gaf 1. bekk íþróttabúnga

Í morgun kom Sarah Holzem formaður íþróttafélagsins Smára færandi hendi í skólann fyrir hönd félagsins. Allir nemendur 1. bekkjar fengu íþróttabúninga Smárans að gjöf. Þetta á eftir að koma sér vel fyrir nemendur 1. bekkjar. Hafi íþróttafélagið kærar þakkir fyrir.
Lesa meira

Vöfflujárn að gjöf

Nú á dögunum færði Kvenfélag Akrahrepps skólanum 3 vöfflujárn að gjöf. Þau koma sér vel í heimilisfræðistofunni og mötuneytinu. Færum við félaginu góðar þakkir fyrir.
Lesa meira

Samráðsdagur

Þriðjudaginn 31.janúar er komið að samráðsdegi foreldra, kennara og nemenda. Þar verður farið yfir námsmat, námsstöðu og horft fram á veginn. Gert er ráð fyrir 15 mínútna samtali. Undanfarin misseri hafa þessi samtöl flest farið fram í gegnum fjarfundabúnað af einhverju tagi en þess er óskað að þau fari nú fram í skólanum.Þann dag verður 9.bekkur með vöfflusölu frá kl. 10-14 og verður því hægt að staldra við og ræða um daginn og veginn yfir kaffi. Vafflan verður seld á 500 krónur. Skráning verður með hefðbundnu sniði í gegnum Mentor og verður póstur sendur fljótlega til áminningar.
Lesa meira

Dósasöfnun

Nemendur 10. bekkjar munu fara um sveitina í næstu viku, koma við bæjum og safna dósum í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð sína.
Lesa meira

Ljósadagur

Í dag, 12. janúar er Ljósadagur í Skagafirði.
Lesa meira