Þennan dag voru nemendur á yngsta stiginu einu nemendur í húsi og leyfðum okkur því aðeins að brjóta upp hinn venjulega skóladag. Við fengum kurl sem við bárum í skógarstíg við skólann, fórum í felu- og eltingaleik um skólann, lékum okkur úti, fórum í sápurennibraut, í sund og lukum skóladeginum í kósýheitum í skólastofunni. Við viljum þakka Helgu garðyrkjustjóra sveitarfélagsins fyrir að skaffa okkur tvo sekki af kurli til að setja í skógarstíginn.