Samvinnuverkefni í 6. og 7.bekk

Í byrjun árs unnu nemendur í 6. og 7. bekk verkefni um nokkur lönd í Evrópu.

Nemendum var skipt í hópa og voru 3 - 4 í hóp. Hver hópur fékk eitt land og ýmsar spurningar um landið. Verkefnið var unnið á karton og eftir vinnuna mátti sjá ýmsar fróðlegar upplýsingar um landið, teikningu af fána landsins og einnig teikningu af frægri byggingu í landinu, svo dæmi sé tekið.

Þessi vinna gekk einstaklega vel hjá nemendum, þeir skiptu með sér verkum og sýndu frábæra samvinnu.