Upplestrarhátíð 7.bekkjar

Nemendur í 7. bekk fara nú óðum að undirbúa sig fyrir upplestrarhátíðina sem haldin er ár hvert hér í skólanum.  

Nemendur velja sér ljóð og eina blaðsíðu úr skáldsögu og æfa upplesturinn næstu vikurnar undir leiðsögn umsjónarkennara.

Hátíðin er að þessu sinni fyrirhuguð miðvikudaginn 6. mars. Þá mæta til leiks þrír dómarar sem velja tvo aðalmenn og einn til vara sem munu stíga á stokk á Stóru upplestrarhátíðinni úti í FNV þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00.

Það er að mörgu að hyggja við undirbúning nemenda en fyrst og fremst er lögð áhersla á skýran og áheyrilegan framburð, gott samband við áheyrendur og góða líkamsstöðu. 

Þessi vinna er afar þroskandi og gefandi fyrir nemendur og margir hverjir hafa unnið persónulegan sigur í þessu ferli því það er heilmikil áskorun að lesa fyrir framan hóp af fólki.